Já, París er svo sannarlega fögur borg, frá menningalegu sjónarhorni hefur hún marga gersemi að geyma, ég eyddi síðustu viku í þessari borg ásamt kærustunni minni sem gaf mér ferðina í jólagjöf.
Við flugum út með IcelandAir og svo skemmtilega vildi til að ég hafði ekki séð myndina AVATAR sem var í boði ásamt nokkrum öðrum titlum í fluginu og því voru við að lækka flug um leið og við vorum komin í loftið, þar að segja samkvæmt mínu tímaskyni.
Við lendum á flugvellinum í París þar sem við þurfum að taka skutlu á milli “terminal”-a, hvaða íslenska orð á við hérna? og þaðan í lest sem tekur okkur inní miðja París þar sem við gistum, lestaferðin tók 35mínútur og ég verð að viðurkenna að ég sá ekkert frá lestinni þar sem ég steinsofnaði þegar við settumst niður.
Hótelið okkar var staðsett rétt við Notre Dame kirkjuna og fórum við því upp á þeirri lestastöð sem liggur þar við, á heimasíðu hótelsins er gefið upp þær upplýsingar að hótelið sé staðsett ekki lengra en 15m frá stöðinni, beint af augum.
Við komum uppúr stöðinni á röngum stað, og tók okkur heila eilíft að rata rétta leið, því fylgdi að spyrja m.a. lögreglumenn, heil 3stk af þeim, 2 rútubílstjóra frá Líbanon sem töluðu ekki stakt orð í ensku, hjálpsaman heimamann sem gaf okkur kort en vissi ekki um götuna sem við leituðum að, 1stk upplýsingaklerka sem vann á lestastöðinni sem við komum á, 2stk blaðasölumenn sem unnu á básum á sitthvoru götuhorninu og loks, eftir held ég 2 klukkutíma leit, með töskurnar í eftirdragi, í steikjandi hita og miðbæjar hamaganginum, ákveð ég að nú sé nóg komið, nú tökum við leigubíl og látum keyra okkur helst uppí herbergi, við löbbum að næsta TAXA skilti sem við sjáum og ég sýni bílstjóranum heimilisfangið, hann bendir yfir götuna og segir okkur að svona 10m áfram upp, þar sé hótelið…guði sé lof, við fundum það!
Þess má geta að þessi reynsla syndi okkur hversu erfið Parísarborg er, lítið er um merkingar, jafnvel á hina stærstu staði, en ég mun koma meira inná það í þessari ferðasögu.
Hótelið var samt staðsett á gullfallegum stað með stutt í allt, Notre Dame, strætó stopp, 6 lestastöðvar í auðveldu göngufæri, risa stórum “park” og öðrum minni sem voru tilvaldir fyrir göngutúra, bakaríi, matvöruverslunum, veitingastöðum og öllu sem við þurftum.
Við checkuðum okkur inn á hótelið þar sem sjálfur eigandinn sat við innritunarborðið og bauð okkur hjartanlega velkominn, viðbrögð hennar við svari okkar þegar hún spurði hvaðan við værum var “oh my god…oh my god!” en hún hafði komið hingað fyrir u.þ.b. 10 árum og elskað það, en sagðist vona að ástandið færi að lagast, þá átti hún við eldfjallið en hún minntist aldrei á neitt peningarugl.
Við stauluðumst inná herbergi og komum okkur fyrir, þar að segja, rúlluðum töskunum út á mitt golf og fleygðum okkur í rúmmið, djöfull var gott að leggjast niður.
Eftir fataskipti ákváðum við að taka rölt, en aðeins 20min ganga var að “the louvre” safninu sem geymir m.a Monu Lísu, þaðan áttu við nefnilega að taka rútu næsta morgun til “ parc asterix” sem er skemmtigarður með Ástrík og Steinrík þema, allt var lokað þegar við komum þangað enda klukkan að ganga 8, við vorum þá allavega viss hvar þetta væri og rötuðum styðstu leið, þess má geta að eftir leit okkar af hótelinu þá rötuðu við nokkuð vel um svæðið okkar í svona 300m radíus og því auðvelt fyrir okkur að muna í hvaða átt hvað væri.
Á leiðinni til baka ákváðum við að labba inná veitingastað og fá okkur kvöldmat, við völdum “menu” pakka sem má finna víða, en það er þrengt val á forrétt, aðalrétt og eftirrétt fyrir fast verð, á þessum stað buðu þeir reyndar bara uppá forrétt og aðalrétta eða aðalrétt og eftirrétt, við völdum okkur sama forréttinn en ég fékk mér svo rétt dagsins sem var nautagúllas í lauksósu en Claudia fékk sér medium/rare nautasteik með steiktum kartöflum, ég pantaði mér franskan bjór með matnum og hún fékk sér gos. Verð að segja að þessi franski rennur vel niður. :)
Forrétturinn var einskonar kæfa með sætum lauk og salati, verð ég að segja að mér fannst þetta rosalega gott, sama get ég ekki sagt um kjötið mitt, mér fannst aðalrétturinn bragðast eins og örbylgjumatur, og það slæmur örbylgjumatur, en mér finnst 1944réttirnir vera mun skárri en þessi réttur, nautasteikin hennar Claudiu þó bragðaðist mjög vel þó franskarnar voru heldur of djúpsteikar fyrir okkar smekk.
Við röltum til baka upp á hótel og látum þetta gott heita fyrir fyrsta daginn í París.
Það var vaknað snemma á deigi númer tvö þar sem okkur beið 20min gana til “the louvre” til að ná rútunni sem myndi keyra okkur í “parc asterix” sem staðsett var ögn útfyrir borgina, minnir mig að rútan hefði átt að leggja af stað um 9 leitið, við erum vöknuð 7 og kominn út hálf átta, um átta leitið eru við kominn við “the louvre” og reynum nú að sjá hvar skutlan geti komið, við fundum engin skilti, engar merkingar og engar rútur, við spyrjum upplýsingaklerkinn í lestastöð þarna fyrir framan og bendir hann okkur að fara upp stigann, út á gangstétt og til hægri, við fylgjum hans orðum en ekkert rútustopp….við hringum þarna um svæðið þangað til það er of seint, við missum af skutlunni, en svo skemmtilega vill til, þar sem ég vill meina að París sé erfið borg og illa merkt, þá stoppar enskumælandi túristi mig og spyr hvar hann finni “the louvre” og staðsetningin á okkur þá var akkúrat við hornið þar sem safnið er staðsett, svo nálægt að þá á ekki að vera hægt að vita ekki af safninu þarna 10m frá sér, en svona er þetta að mínu mati allstaðar þarna í París, þú getur verið staðsettur ofaná byggingu sem þú leitar að og veist ekki að því.
Það endaði með að við misstum af skutlunni til parc asterix og sáum aldrei hvaðan hún hafði átt að fara frá, engu skipti það svo sem, við fórum og fengum okkur morgunverð, ekki man ég hvar eða hvað þó, en eftir það tókum við rer lestinna út á flugvöll þar sem rútur til parc asterix fara með jöfnu millibili. Þetta var í kringum hálftíma akstur, en lestarferðin frá miðsvæði Parísar og út á flugvöll er einnig um 30 mínútur. Þegar við komum á áfangastað var glampandi sól og steikandi hiti.
Fyrir þá eru að fara til Parísar eða nágrenni ættu klárlega að skella sér í þennan stórskemmtilega þemaskemmtigarð, hann er alls ekki stór, þú þarf ekki nema eina dagstund í honum til þess að prófa og sjá allt, sem hentaði okkur mjög vel þar sem við vildum einungis eyða einum af okkar 6 dögum þarna, en í þessum garði er stærsti trérússíbani í Evrópu og ég gat að sjálfsögðu ekki slept honum, hann er stórskemmtilegur, ekkert svakalegur að horfa á en svo er ferðin bæði harkaleg og ógnvekjandi, ég hef aldrei öskrað í rússíbana áður en ég hef setið í stærsta rússíbana í scandinaviu sem er í Lisaberg garðinum í Gautaborg í Svíþjóð.
Ég var ekki það heppinn að rekast á Ástrík eða Steinrík, en bæjarstjóri þorpsins, þessi sem stendur alltaf uppá skildi og lætur bera sig út um allt, og konan hans voru á röltinu um garðinn með innkaupapoka, eða hann bar þá meðan hún rak hann áfram.
Einnig var Óðríkur að dansa og faðma mann og annan, flestir kusu að hlaupa frá honum.
Í garðinum voru flest af þessu klassísku tækjum sem maður finnur í skemmtigörðum og verslaði ég ekki mikið við litlu búðirnar sem voru víða um þorpið en þær voru flestar lokaðar, enda almennilegur túristafjöldi ekki nálægt hámarki strax.
Í garðinum var svo mjög skemmtileg háhyrningasýning með 6 vel þjálfuðum háhyrningum sem léku allskyns listir, 7 háhyrningurinn var í lauginni á meðan sýningu stóð, en miða við stærð hans þá hefur þetta verið afkvæmi eins eða tveggja sýningadýrana, það var mjög gaman þegar hann var fyrir og eyðilagði tímasetningar hjá þeim stóru.
Við eyddum öllum deginum þarna og fórum í rútuna um hálf 7 leytið, vel sólbrunnin og útkeyrð.
Við tókum rútuna aftur út á flugvöll og þaðan tókum við rer lestina aftur til baka, við komum upp á sama stað og við hefðum gert fyrsta daginn en munurinn var sá að nú vissum við nákvæmlega hvert við þurftum að fara! :)
Við rákum augun í veitingahús sem virtist vera ágætt, en matseðillinn þeirra var fyrir framan innganginn á 4 mismunandi tungumálum og því túristavænn staður, en rosalega fáir eru ensku-mælandi þarna, og því þetta eitthvað sem ég persónulega var í skapi til að horfa eftir, sérstaklega eftir vonsvikinna af franska staðnum þar sem við höfðum snætt á fyrsta daginn.
Ekki man ég hvað staðurinn hét, en að endaði á Clunky's.
Meðan við vorum að lesa matseðilinn kom þjónninn út og spurði hvaðan við værum, eins og allir þá varð hann hressilega hissa þegar hann heyrði að við værum frá Íslandi, en ég held að þannig bregðist maður bara almennt við þegar maður spyr ferðamann hvaðan hann er.
Hann vísaði okkur til borðs, og fengum við að sitja við borð sem staðsett var inni, en við vegglausan vegg, því hálfpartinn úti í þessu frábæra veðri, en sólin var hafin að setjast.
Ekki man ég hvað hún Claudia mín fékk sér en ég fékk mér Nautakjöt í sniglakássu, við deildum forrétt sem var melónubitar og panini skinka, rosalega gott, og í eftirrétt fékk Claudia sér einhvernvegin Crème brûlée og ég fékk mér einhvernvegin flan, man ekki bragðið en það var mjög gott. skemmtilegt er að segja frá því að ég pantaði mér stóran bjór með matnum, en á staðnum sem ég hafði borðað á kvöldið áður, var stór 50ml glas. Þarna var stór bjór hvorki meira né minna en 1L kanna, þegar hann kom og bar þetta á borð fyrir mig var svipurinn minn eins og á litlu barni á jóladag þegar það sér nýja fjallahjólið sem jólasveinninn skildi eftir undir trénu, bjórinn sem ég drakk þarna, frá fyrsta degi ber heitið kronenbourg 1664, og er afskaplega góður. Lítrinn fór niður eins og vatn og var ég rosalega ánægður með þennan stað, því þarna var einnig rosalega ódýrt að borða, með 2 aðalréttum, 2 eftirréttum, 1 forrétt og 2 bjórum, minnir mig að þetta hafi kostað litlar 60 evrur, sem á gengi í dag er í kringum 8000kall, held ég að það verði að teljast ódýrt á Íslenska mælikvarða. Þjónninn var einnig rosalega fyndinn og skemmtilegur, við gáfum honum ögn umfram til að sýna þakklæti okkar á þeirri þjónustu sem hann gaf okkur, annar skammast ég mín hálfpartinn fyrir hversu lítið við gerðum að því í ferðinni, en rosalega fáir hittu upp á minn standard, sem ég hélt að væri nú ekki hár, en svona er þetta.
Daginn eftir hringdi vekjaraklukkan ekki en planið var að taka rólegan dag, kaupa morgunmat í bakaríi og snæða í garði sem var skammt frá þar sem við bjóum, við skoðuðum okkur um, minnir að þennan dag höfum við farið í “the louvre” og skoðað m.a Monu Lisu og Venus de Milo.
Kom mér rosalega á óvart að skýringar verkana eru öll einungis á frönsku! Fannst það stórt turn off og skoðaði ég aðeins það helsta þarna inni og svo vildi ég bara fara út og gera eitthvað annað, við inngang er hægt að kaupa litla mp3 spilara með headsetti sem guid-a þig í gegnum þetta á ensku, ég er nú bara þannig að mig langar til að labba frá einu í annað og skoða hitt og þetta útaf það grípur augað, ekki fylgja leiðsögn í gegnum allt.
En “the louvre” er algjör skylda fyrir þá sem fara til Parísar, taka að minnsta kosti 2 tíma frá fyrir það.
Nú er ég búinn að vera svo lengi með þessa færslu að ég ætla nú að fara minna í smáatriðin, enda búinn að gleyma alveg nákvæmlega hvað var gert hvern dag.
Við ákváðum að skella okkur í almennilega matvöruverslun og keyptum okkur hitt og þetta, mismunandi osta, hvítvín, þar sem hvorugt okkar drekkur rauðvín, þó keyptum við eina rauðvínsflösku á 1evru, bara til þess að gera það, og viti menn, auðvitað var það ódrekkandi, ekki við öðru að búast að sjálfsögðu, röltum svo framhjá bakaríinu sem var staðsett mjög nálægt hótelinu þar sem við gistum og keyptum 2 baguette brauð. Um kvöldið, eða um 9 leitið fórum við inní garð fyrir aftan effel turninn og komum okkur vel fyrir á grasinu og opnuðum vínið, leyfðum ostunum að anda og áttum þarna frábæra kvöldstund í kjánalega rómantísku umhverfi, um 10 hefst ljósasýning á turninum þar sem hann blikkar og skín skært, eftir það er turninn upplýstur og fallegur, showið kemur á hálftímafresti og varir í rúmar tvær mínútur í senn, þetta var rosalega gott kvöld, það dimmdi fljótt en hitinn en yfir 20°
Ég held að klukkan hafi verið orðin vel gengin í ellefu, ákváðum við að enda kvöldið með heimsókn á Clunky's í drykk fyrir svefninn, sami þjónn tók á móti okkur, mundi alveg hver við vorum og vísaði okkur til sætis fyrir utan á þessu fallega kvöldi.
Fimmti dagurinn í París vað ætlaður smá innkaupum og óþarfa peningaeyðslu í hitt og þetta, við vorum með staðsetningu á búð sem kallast Marc Jacobs, en skemmtilegt er að segja frá því að við fundum þessa búð aldrei, vorum alltaf rétt við hana, en komum aldrei auga á hana, á endanum gáfumst við upp og löbbuðum beint eitthvert annað, minnir að við höfðum bara horft á einhverja stóra byggingu og farið og ætlað að skoða, við komum að einhverjum garði með hringeggjum í gangi og mjög fallegu umhverfi, risastór og skemmtilegar gönguleiðir, ég er ekki alveg viss hvaða garður þetta var, eftir mikla göngu ákváðum við að setjast niður á veitingastað einungis til að fá okkur að drekka, ég var með íslenskt vatn á heilanum, enda ekki vanur að labba svona mikið og hvað þá í svona rosalegum hita eins og var þarna, vatnið í frakkalandi er á flestum stöðum klórvatn og fannst mér ég alltaf vera jafn þyrstur, en ég pantaði mér vatnsglas þarna, sódavatn, því það var ögn hreinna en “EVIAN” sem staðurinn hafði bara til sölu, þær flöskur voru allstaðar og er það vatn hreinn viðbjóður! ég ákvað líka að panta mér ávaxtasalat, uppá hressinguna að gera, Claudia panntaði sér coke glas.
Það virðist sem frakkar eru með mjög staðlaða karla- og konuhlutverka ímynd, þegar þjónar koma yrða þeir nánast bara á mig, þegar kemur að því að borga yrða þeir bara á mig, Claudia var með veskin og einnig var ferðin mest öll gjöf frá henni þannig hún sá um að borga, alltaf voru þjónarnir mjög hissa á þessu. Þegar pöntunin kom var henni rétt salatið og vatnið, en mér coke glasið, frekar fyndið.
Við kíktum snögglega í verslunarkjarna sem ber nafnið “le halles” og er það risastór verslunarmiðstöð í 3 byggingum og með útistéttir með verslunum, kallast “forum” á ensku.
Við versluðum okkur sitthvort parið af spariskóm og fórum svo aftur að hótelinu, tókum með okkur kínverskan take-away og borðuðum uppá herbergi.
Laugardaginn, 5 daginn í París, byrjuðum við á að skella okkur á kaffihúsið við hliðina á hótelinu og fá okkur kaffisopa til að koma okkur í gang, mikið rosalega fannst mér þetta góður kaffibolli, langaði helst að fá mér annan, en lét einn duga.
Á leiðinni út á lestastöð löbbuðum við í gegnum götumarkað sem var í fullum gangi, ákváðum við þar að kaupa okkur hálft kíló af kirsuberjum til að naga í á leiðinni.
áður en við fórum til Parísar rákumst við á heimasíðu, http://www.grom.it/eng/index.php og við þurftum einfaldlega að fara þangað, þeir sem fara til New York, París, Toykio eða Ítalíu (GROM er ítalskt) VERÐA að fá sér þennan ís, einfaldlega besti ís í heimi. Skemmtilegt að segja frá því að þeytti rjóminn þeirra er gerður í loftþéttri vél sem hleypir engu lofti inní rjómann og er einn sá fínasti og dýrasti þeytti rjómi í heimi, hvorki ég né Claudia fundum fyrir þörfinni á rjómanum í þetta skipti, enda ísinn alveg nógu góður.
Eftir þetta var ferðinni haldið til “Père Lachaise Cemetery” þar sem menn á borð við Oscar Wilde og Jim Morrison eru grafnir, mjög fallegur kirkjugarður en mér fannst sorglegt að sjá að gröf Oscar Wilde er eyðilögð, fólk málar á hana, ég las m.a. á henni, “If I'd have dinner with anyone, it would be you, love Becky” Aldrei Aldrei myndi mér detta í hug að mála eitthvað svona á gröf einhvers, sama hver ætti hana, finnst þetta hin argasta óvirðing, en þessi kirkjugarður er einnig algjör skylda fyrir þá sem fara til Parísar.
Eftir gærdaginn voru við ennþá í stuði fyrir asískan mat þannig við fórum á Kínverskan/Víetnamskan veitingastað sem hótelstjórinn mældi með, þarna var eldri maður frá Víetnam að vinna sem þjónn, kokkur og allt hitt, hann var s,s einn þarna. Þetta var lítill staður og frekar heimilislegur, en maturinn var alveg rosalega ódýr og alveg rosalega góður. Við fengum okkur 3 rétti hvort, hún Claudia fékk sér súpu í forrétt á meðan ég fékk mér eitthvað sem ég vissi ekkert hvað var, eins og svo oft þegar ég borða asískt, það finnst mér skemmtilegast. Ég man ekki hvað hún fékk sér í aðalrétt, en ég fékk mér sterkt nautakjöt í núðlum. Ég get ómögulega munað hvað við fengum okkur í eftirrétt, en með þessu fékk ég mér innfluttan bjór frá Víetnam, gaman að segja frá því að hann seldi bjórinn (33cl) á sama verði og maður keypti 50cl bjór í búðinni, mjög ódýrt, sérstaklega miða við veitingastað, þessi bjór var alveg rosalega góður.
Eftir matinn þökkuðum við kærlega fyrir okkur og gáfum við þjóninum vel auka fyrir þjónustuna, en þessi kall var mjög gestrisin og kurteis, og var staðurinn rosalega skemmtilegur til að borða á.
Við áttum að fljúga út frekar snemma, þannig við enduðum ferðina á Cluny's þar sem við sátum um stund og drukkum bjór og fleira, sami káti þjóninn sá um okkur og kváðum við hann með að gefa honum ágætt auka og þakka kærlega fyrir okkur.
Venjan er hjá okkur, þegar við ferðumst erlendis, að skilja eitthvað eftir handa einhverjum á hótelum sem við gistum á, síðast vorum við í London og skildum eftir Draum, Rís, Ópal, Brennivínsflösku (3cl) og Súðusúkkulaði og lítinn miða sem útskýrði hvað þetta væri, skildum þetta eftir á rúminu okkar fyrir konuna sem sá um að þrífa herbegin, í þetta skipti var þetta bangsi með íslenska fánann á maganum, við gáfum hressum starfsmanni í lobby hótelsins þennan bangsa þegar við checkuðum okkur út.
En ferðin mátti ekki enda vandræðalaust, við flugum heim með Express en ekki air eins og við höfðum gert þegar við komum, þetta var vonandi mitt síðasta flug með express. (ótengt þessu atviki) en við byrjuðum á því að leita útum allan flugvöll af fluginu okkar, en hvorki “terminal1” eða “terminal2” hafði einhverjar upplýsingar, lítil lest fer stanslaust á milli, risastór flugvöllur. Loks áttuðum við okkur á því að það færu vélar frá “terminal3” en það er svona auka terminal fyrir minni flug, eftir ágæta seinkun vorum við kölluð upp í rútu sem keyrði okkur að vélini, við þurftum einnig að sitja í rútunni í góða stund áður en við máttum fara um borð. Þegar við komum um borð kom í ljós að frjálst sætaval var í vélinni og því frekar fúlt að hafa ekki verið einn af þeim fyrstu inn.
Ég á klárlega eftir að fara aftur til Parísar, þetta er gullfalleg borg með helling í boði, hún er samt ekki jafn æðisleg og London en þangað hef ég farið 2x og er á leiðinni þangað í 3sinn í sumar með vini mínum í helgarferð.
Þetta dekkar ferð mína til Parísar 1-6Júní.