Ég fór til Ítalíu fyrir u.þ.b. 2 árum með fjölskyldu minni.
Þetta var yndisleg ferð. Ég flaug reyndar í algjöri rusl flugvél og það lá við að farþegar kærðu Flugleiði fyrir að nota þessa flugvél því þetta var ekki þægileg flugvél.. Enn nóg um það.
Þegar ég lenti þá tók við mér yndislega þægilegur hiti.. Ég fór á hótelið og lét mér líða vel og dvaldist ég í Riccione (Man ekki hvernig það er skrifað) og var hótelið mitt rétt fyrir neðan hina stóru verslunar götu Viale Dante og átti ég góðar stundir þar.
Í þessari ferð kom ég víða við eins og í húsi sem var með rosalega góðan ekta gamaldags Ítalskan mat alveg frábært!
Næst fórum við í bæinn San Marino sem er í þvílíkri hæð maður þarf að keyra lengst upp í fjall í hringi. Þar var samt ekki eins gaman og ég bjóst við, þetta var eiginlega allt minjagripaverslanir og veitingastaðir og kjaftæði þannig þetta var í rauninni ekkert frábært nema útsýnið.
Enn ferðin sem ég fór til Feneyja ég á eftir að muna eftir henni alveg þangað til ég dey. Frábært umhverfi, við fórum með ekta feneyskum bát (man ekki hvað heitir ;)) og skoðuðum þröngu innstrætin og var þetta alveg frábær dagur.
Frábært land, mæli með þessu landi fyrir fjölskyldu fólk, frábær strönd fólkið er skemmtilegt og ef maður reynir að tala einhvað í ítölsku tekur það því rosalega vel. Eins og ég segi frábært land, flottir staðir á ítalíu!

Með ítalskri kveðju.
Keyze