Í júnímánuði á því herrans ári 1998 lögðust ég og nokkrir vinir mínir í víking og ferðuðumst til Danmerkur í þeim tilgangi að fara á tónlistarhátíð eina er kennd er við bæinn Hróarskeldu!!

Á mánudegi var mætti hópurinn í Leifsstöð og eftir fríhafnarráp og bjórdrykkju og jafnvel nokkra sterka var síðan stokkið upp í flugvél og nokkrum tímum og bjórum síðar var lent á Kastrup. Þaðan var brunað inn í miðbæ Köben nánartiltekið á lestarstöðina og þar var farangrinum komið fyrir í geymslu, að því brasi loknu var haldið út og var fyrsti og í raun og veru eini áfangastaðurinn þessa nótt sú margfræga Istegade. Var tilgangurinn að finna ódýrt hótel sem hefði pláss fyrir níu hressa Íslendinga og drekka nokkra bjóra og reykja eina til tvær jónur(eða voru þær kannski fleiri)
Eitthvað var lítið um hótelherbergi á Istegade og nágrenni svo við ráfuðum á milli bara og klámbúlla og skemmtum okkur ágætlega en að lokum fór að bera á þreytu í hópnum og þá voru góð ráð dýr en svo vel vildi til að einn af ferðafélögum mínum hafði haft augun opin þannig að hann kom með þá snilldarhugmynd að við myndum kaupa okkur miða sem gilti í sólarhring í bíó sem var þarna á Istegade og sýndi eingöngu djarfar fullorðins myndir í þrem eða fjórum sölum, sem reyndar voru nú ekkert mjög stórir.
Við komum okkur vel fyrir í stærsta salnum sem rúmaði svona 30-40 manns, reyndar var áklæðið á sætunum farið að stirna hér og þar en það kom ekki að sök. Þó svo að á tjaldinu væru krassandi klámmyndir voru menn fljótir að sofna og þarna sváfum við í hartnær fjóra tíma eða þar til einhver gafst upp á gaurnum sem var í innilegum ástarmökum með sjálfum sér við hliðina á honum(það var þetta fína skilrúm aftast í salnum með risapappírsrúllu en honum datt ekki í hug að nota það bölvaður dóninn.) Þegar við loksins vorum búnir að ná öllum hópnum út þá var stefnan tekin á lestarstöðina og áætlað var að taka fyrstu lest sem færi til Hróarskeldu. Þegar á hólminn var komið kom það í ljós að við þyrftum að bíða í tvo tíma þar til lestin færi og þá var farangurinn bara tekinn úr geymslu og við slógum upp búðum á gólfinu í lestarstöðinni og þar héldu flestir áfram með lúrinn sinn öryggisvörðum stöðvarinnar til mikillar ánægju. En að lokum kom lestin og við lögðum á stað í áfanga númer tvö!!
TO BE CONTINUED!!
DZA