Þegar ég var um 5 ára gamall þá byrjaði ballið.
Ég var 5 ára ef ég man rétt þá fann móður mín föður sinn og hann bjó út í Þýskalndi nánar tiltekið í bæ sem kallast Altötting það er rosalega fallegur bær.Við fórum til hans á hverju sumari þar til ég varð 11 ára gamall og þá lést afi minn en nóg um vælið við ferðuðumst út um allt Þýskaland og skoðuðum allt saman það sem ég man best eftir eru allir þessir kastalar og ummerki hans Hitlers sem er ekki mjög vinsæll í mínum huga en samt hann lifði rosalega luxus lífi.Það er tvennt sem er mér efst í huga og það er Arnarhreiðrið eða Eagles Nest sem er einhverstaðar upp í fjöllum og maður þurfti að fara með rútu þangað upp og það var alveg rosalega þröngur vegur og hitt eru einhver göng sem gerð var svo hann komist fljott frá húsakynnum sinum og það var allt saman bara mokað með skóflu á þeim tímum (held ég)en annars allt sem var í kringum hann var flott.Nóg um það helvíti.Svo fór ég líka í kastal hjá einhverjum Lúdwig kóng dæmi og kastalinn hans var allur gulli og dæmi á einhverji eyju og kastalinn var það eina sem var á þessari eyju og það var ca einn og hálfur klukkutími að sigla þarna út eftir og þetta var bara brjálæði.Ég væri allavega ekkert á móti því að búa í svona húsi.Svo skoðuðum við margt fleiri kastala og dæmi frá stríðinu og svo sagði afi manni sögur frá þeim tíma því hann var í löggunni þarna úti á þeim tíma.
Svo fór maður til Danmerkur,Grænlands,Bretlands og Spánar og það fyndnasta við þetta allt saman er það að ég fékk alltaf tíu á öllum prófum um útlöndin en þegar að kom að Íslandi þá fékk ég alltaf núll.Mér finnst ég ekki hafa misst af einu eða neinu við það að ferðast ekki innanlands.Ég græddi meira á því að ferðast erlendis því ég var farinn að tala góða ensku áður en ég fór að læra það í skóla.Maður var svona 9-10 ára farinn að fara út í búð úti og farinn að versla og bjarga sér á enskunni og það var ekkert mál.
KV