Í Hong Kong er höfn. Í höfninni eru bátar. Fólk í Hong Kong notar bátana til þess að sigla á vatni. Eða sjó ef þannig liggur við. Sumt af þessu fólki keyrir líka bíla. Aðrir taka strætó eða lest. Eða fá far hjá vinum sínum.
Allir í Hong Kong eiga gæludýr. Eru þar svín vinsælust, þar sem þau er hægt að éta þegar þau verða of stór. Allir Hong Kong búar hafa borðað svín, þó að enginn þeirra fáist til að viðurkenna það, þar sem svínaát er bannað samkvæmt lögum. Hundar eru líka vinsælir, en eiga þó langt í land með að ná geysivinsældum svínanna.
Á sunnudögum er almennur djammdagur í Hong Kong. Á sunnudögum verða allir Hong Kong búar, þriggja ára og eldri, að fara út á lífið. Næturlífið í Hong Kong er af þessum sökum mjög líflegt, en um leið mjög öruggt. Einnig er það illa litið ef fólk mætir ekki þunnt í vinnuna á mánudagsmorgnum. Best er ef fólk er ennþá blindbeyglað. Af þessum sökum liggja allar almenningssamgöngur niðri í Hong Kong á mánudögum.
Viðurkenndur þjóðarrétur Hong Kong búa er gufusoðinn bambus með snöggdjúpsteiktum hrísgrjónum og dass af límónusafa. Þessu er svo skolað niður með stóru glasi af “gambai” sem er þjóðardrykkur Hong Kong búa og þykir mjög ógeðfelldur. “Gambai” er búinn til úr þurrkuðum hundseistum sem mulin eru í fínt duft sem síðan er sáldrað yfir geitaost. Geitaosturinn er síðan tekinn og geymdur í tvö ár og látinn mygla duglega. Því næst er honum skellt í blandara og þremur lítrum af ekta Hong Kongsku vodka sem hver einasti Hong Kong búi má brugga í klósettinu heima hjá sér samkvæmt lögum. Þessu er síðan hrært duglega saman og geymt í tvær vikur á meðan osturinn sest til. Hann er síðan síaður úr og þremur teskeiðum af Season All bætt saman við.
Leikskólar í Hong Kong eru þrír í allt. Ástæðan fyrir þessu er að öll börn í Hong Kong eiga atvinnulausar ömmur, þar sem öllum konum er gert að hætta að vinna þegar þær eignast barnabörn. Leikskólarnir eru því aðeins fyrir munaðarleysingja og aumingja sem eiga peninga.
Peningar þekkjast ekki í Hong Kong, heldur er gjaldmiðillinn fiskur. Hann er notaður í allt mögulegt, svipað og hundrað krónu peningarnir á Íslandi. Af þessum sökum eru allir sjálfsalar og hraðbankar einstaklega illa lyktandi og nánast ómögulegir fyrir utanbæjarmenn að nálgast þá af þessum sökum.
Hong Kong búar fundu upp kurteisi og óreiðu. Ókunnugum gæti þótt sem Hong Kong búar væru frekar ókurteisir þar sem þeir troðast hver ofan á öðrum til að komast í lestarnar. En það er bara þeirra leið til að sýna væntumþykju sína á náunganum. Að fá þessa líkamlegu snertingu og andlega nálgun er mjög mikilvægt hverjum Hong Kong búa. Einnig halda margir að orðin sem fara þeirra á milli séu ókvæðisorð, en það er öðru nær, því þeir eru að þakka hverjum öðrum fyrir snertinguna í þeirra garð.
Húsnæði í Hong Kong eru frekar furðuleg í augum vestrænna þjóða. Öll hús liggja mjög þétt saman og mjög mikið er um blokkir og fjölbýlishús í Hong Kong. Af þessum sökum voru sett lög árið 1963 um að öllum þeim Hong Kong búum sem byggju í eigin húsnæði væri skylt að hreinsa allt úr stofunni sinni og búa þar til garð.
Það sem ég segi er mín skoðun. Þó skaltu ekki dæma mig of hart, og alls ekki bögga mig, ég nenni ekki svoleiðis. Fyrirfram þakkir.