Sagan byrjar 13. okt þegar ég og vinkona mín (sem við skulum kalla Bella) vorum á leið á ráðstefnu í Eistlandi. Áætlað var að hittast kl 5:30 á loftleiðum taka rútuna þaðan á Loftstöð fljúga til Stokkhólms og áfram þaðan til Tallin.

Ég var mætt einni mínútu áður en rútan átti að fara því það hafði snjóað um nóttina svo mikil hálka var úti og allir á sumardekkjum. Ég strunsa inn í rútuna og leita að Bellu sem var með flugmiðana okkar, en hún er hvergi sjáanleg svo leggur rútan af stað og engin Bella sjáanleg…ég hringi en auðvitað er hún ekki með símann á sér. Jæja jæja, ég bíð á Leifsstöð eftir að hún kemur með næstu rútu sem gerði það að verkum að við vorum soldið seinar.

Hálftíma áður en við áttum að fljúga með stóðum við í langri röð, kallkerfið gall „farþegar Osló Stokkhólm vinsamlegast drífið ykkur í vélina“ Við nýttum okkur tækifærið og tróðum okkur áfram í röðinni þótt við ættum að fara í vélina sem færi beint til Stokkhólms. Síðan fáum við okkur morgunmat (bingó kúlur) og chillum aðeins, og alltaf er kallað upp í Osló stokkhólm vélina. Síðan er Bellu litið á boarding passann okkar og úps…það er annað flugnúmer þar en á upphaflega flugmiðanum okkar, einmitt Osló Stokkhólm flugnúmerið…við hlaupum að hliðinu og hoppum í vélina.

Vandræðin hefjast fyrir alvöru hérna!
Ég fór og talaði við flugfreyjuna og spurði hvort vélin ætlaði virkilega að fljúga í gegnum Osló, og afhverju fólk var ekki látið vita af breytingunum, við þurftum að ná vél í Stokkhólm sem við myndum sennilega ekki gera ef við kæmum við í Osló. Flugfreyjan hljóp fram í góða stund (bara til að seinka vélinni ennþá meir) og kom með langan lista með einhverri útprentun á og sagði mér að ekkert væri hægt að gera fyrr en í Osló, þá vissu þau eitthvað meira.

Osló
Ég tala aftur við flugfreyjuna og hún segir að ekkert verði hægt að gera fyrr en í Stokkhólmi.

Stokkhólmur
Ég tala enn og aftur við flugfreyjuna sem segir okkur að nú erum við ekki lengur á ábyrgð flugleiða og við eigum að tala við SAS. Þá btw hafði vélin til Eistlands farið fyrir 10 mín síðan. Við förum og tölum við SAS og þeir segja að síðasta flug dagsins var það sem við misstum af, og við gætum fengið flug á sama tíma næsta dag (á hádegi) við afþökkuðum það pent þar sem ráðstefnan átti að byrja kl 18:00 þennan sama dag, og við vildum helst ekki missa af því svo gjöra svo vel að koma okkur til Eistlands núna takk. Hún pikkaði í tölvuna sína í hálftíma þangað til hún ákvað að senda okkur til Finnlands og þaðan með bát til Eistlands. Gott og vel…

Finnland
Jæja núna er klukkan um 5 og við erum nú þegar búnar að vera í Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi…við erum sendar niðrá bátahöfn með leigubíl, og fengum pening fyrir miðanum og allt í gúddí, við erum á þessu tímabili orðnar ansi pirraðar en sáum fyrir endan á þessu ferðalagi okkar…við höfðum um 1 og hálfan klukkutíma til að eyða í Finnlandi svo við ákváðum að skoða okkur um á höfninni. Við fengum þær upplýsingar að við gætum troðið farangrinum okkar í þar til gerð farangurshólf sem þyrfti að setja pening í, við gerðum það en að sjálfsögðu af öllum lausu hólfunum sem við völdum var annað bilað, við kvörtuðum og enn og aftur fengum við það svar að þetta væri ekki á þeirra ábyrgð….
Fínt okkur var orðið nokk sama um allt og alla svo við bara skildum farangurinn eftir og fengum okkur göngutúr…þar djókuðum við smá um að báturinn færi svo ekki og þeir myndu senda okkur til danmerkur og þaðan til Eistlands með rútu eða eitthvað álíka heimskulegt…..síðan förum við aftur inn og furðulegt nokk farangurinn okkar er ennþá til staðar ósnertur.
Allt í einu hálftíma áður en báturinn á að fara kallar stelpan eitthvað upp á finnsku og allir standa upp labba í hringi og virðast voðalega ráðvilltir…við hugsum jæja, báturinn er sennilega að koma við eigum ábyggilega að vera tilbúnar með passana eða eitthvað….síðan kemur maður til okkar sem segist hafa tekið eftir því að við værum útlenskar og bjóst við að við skildum ekki það sem stelpan hafði sagt í kallkerfinu en báturinn fer ekki!!!
PANIC við sáum fyrir okkur ferð til danmerkur eða vera fastar í Finnlandi!! Þessi maður sem er Eistneskur sagði okkur þó að það væri ein lausn að komast til Eistlands, og það væri að taka annan bát sem færi rétt bráðum…svo hann dröslaði okkur með sér í leigubíl og við hentumst á hina höfnina þar sem báturinn FÓR!!
Hjúkket…við vorum allavega á leiðinni til Eistlands…síðasta vandamálið var að koma okkur þá frá Tallin til Tartu þar sem ráðstefnan var haldin.

Eistland-Tallin
Maðurinn sem ákvað að hjálpa okkur í Finnlandi ákvað að ganga ennþá lengra og hjálpa okkur að komast til Tartu, hann hringdi nokkur símtöl og komst að því að síðasta rútan til Tartu færi kl 9 um kvöldið. Við stöndum í pass control kl 8:45 ANSI stressaðar, kl 8:55 erum við komnar út af höfninni þar sem fjölskylda mannsins tekur við okkur hendir okkur upp í bílinn sinn ásamt konu og 3 börnum treður farangrinum okkar yfir okkur og bruna á rútustöðina þar sem við náðum að stoppa rútuna þar sem hún var að leggja af stað…en greyið íslendingarnir voru ekki með eistneska peninga þar sem ekki er hægt að kaupa þá á Íslandi og við höfðum engan tíma til að stoppa í hraðbanka og rútan vildi bara peninga ekki kort…svo eistneski maðurinn sem ég vil kalla engil ákvað að borga fyrir okkur líka!!! YES við vorum loksins á leiðinni á endastað

Tartu-Rútustöðin
Þar sem við höfðum enga eistneska peninga sáum við fram á að þurfa að labba á hótelið okkar…við spurðum bílstjóran hvert við ættum að fara…náðum að sjálfsögðu ekki orði af því sem hann sagði þar sem við vorum orðnar ansi þreyttar eftir 15 tíma hlaup um alla skandinavíu, tókum upp farangurinn okkar sem var ansi mikill og löbbuðum af stað…Bílstjórinn (engill nr 2) kallaði á eftir okkur og ákvað að skutla okkur á hótelið….

4 tíma ferðalag varð að 15 tíma martröð…allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis…allir voru mjög dónalegir við okkur nema Eistlendingar…..en comon er hægt að vera svona óheppinn!!!

p.s
Ýmislegt fleira fór úrskeiðis á ráðstefnunni sjálfri, eins og td. að fuglar átu allt góðgætið sem við komum með frá Íslandi (sviðakjammann, slátrið og þ.h) og margt fleira…en þar sem þetta er orðið nógu langt ætla ég ekki að bæta því við að þessu sinni!!

Sorry hvað þetta er langt

Prumpa