Jæja byrja nú skrifin, en mig langar að segja ykkur frá einni æðislegri ferð sem ég fór um árið. Mig grunar að þetta verði í lengri kantinum, þannig að;
Ekki fyrir óþolinmóða.

Fyrir 3 árum var ég að vinna í pínulitlu fyrirtæki við mikla rútínuvinnu og alveg búin að fá meira en nóg, ég varð að komast í burtu, varð að komast út. Ég rauk inná skrifstofu forstjórans(ég vissi nefnilega að þar var stór Atlas upp á vegg) Snéri mér í hring og benti á landakortið. Vísifingurinn benti á Belize!
Ég hafði nú aldrei heyrt þetta nafn áður en var alveg sama. Ég hringdi í Flugleiðir og pantaði far til FT.Lauderdale og fór svo að pakka.

Daginn eftir var ég staddur í Bandaríkjunum og fór að pæla í þvi hvurn andskotan ég væri að gera. Ég vissi ekkert um þetta Belize, ég var ekki búinn að fá sprautu fyrir öllum Tropical sjúkdómunum, ég vissi bara ekki rassgat. En skítt með það.

Daginn eftir pantaði ég mér flug til Mexico og þá nánar tiltekið Cancun(þá sjaldan maður lyftir sér upp) Ég ákvað að slappa aðeins af áður en ég héldi áfram í þessari svaðilför. Einn dagur varð að viku, en þá var ég búin að djamma nóg og best að fara að halda áfram. Ég leigði bílaleigubíl á hótelinu og ætlaði bara að keyra til Belize og jafnvel lengra suðureftir, kannski Chile, ég meina af hverju ekki. En þegar ég var komin út í bílinn, frekar vafasama vw bjöllu þá ákvað ég frekar að taka rútu.

Ég tók taxa upp á rútustöð og fór til bæjar sem heitir, Úps manþakki, alla vegana 500.000 manna bær við landamæri Belize. Ég var komin þangað um miðnætti og fór þvínæst að finna mér samastað. Eftir langarlangar göngur fann ég 1/5 stjörnu hótel. Ég ákvað að skella mér beint í háttin. Dagin eftir fann ég rútu til Belize. Þessi rúta var svona amerísk skólarúta. Ég sat í þessari rútu ásamt fullt af fólki, fult af dýrum og fullt af drasli. Ég þóttist heppin að hafa náð sæti. VIð hliðina á mér sat verst-lyktandi manneskja sem ég hef séð, en samt voða krúttleg.

Seint um kvöldið var ég komin til Belize city og virti fyrir mér herlegheitinn. Þarna hvarf draumurinn minn. Ég hef aldrei liðið jafn illa á neinum stað í heiminum. Þetta var mjög blönduð borg, svona ALI BABA staður. Allir litu skuggalega út. Stærsta brú borgarinnar var yfir rotnandi ruslahaug og skólpin lágu meðfram húsunum. Ég fékk slæmt huns og ákvað bara að pilla mig lengra suður.
Eftir erfiða nótt á 1/20 stjörnu hóteli, svaf á gólfinu í kústskáp í þvílíkum hita. Tók ég rútu til Punta Gorda, strandbær sunnarlega í Belize. Þetta var fínn staður og ég stoppaði þar í nokkra daga. ég eignaðist fínan vin þarna. Þarna bjó afar drykkfeldur þjóðverji sem átti veitingarstað og var ég hans eini gestur í þessa viku sem ég gisti þarna og borðaði pulsur í öll mál.

Eftir drjúga stund var ég farin að ókyrrast og ákvað að taka kanó til Guatemala Með mér í för voru 2 danir. Þetta var ótrúlega skemmtilegt að ferðast svona, bara áhyggjulaus á leið inní eilífðina. Síðan komu við í Guatemala. Þið afsakið ég man ekki hvað borgin hét, en hún var ágæt. Fyrsta þurfti ég að finna “tollin” og skrá mig inní landið. Fyrir visað mitt þurfti ég að borga slatta af peningum. Auðvitað talaði ég enga spænsku þannig að ég var tekin í gegn.

En eitthvað langaði mig að fara meira. Ég ákvað að fara til Hondurass. Ég tók rútu út í óbyggðir og ákvað að taka aftur kanó yfir landamærin og fara svokallað “jungle trail” Rútan skildi mig einhverstaðar eftir en eftir langa göngu fann ég kanóafyrirtækið. Svo beið ég þar hálfan daginn eftir mínum bát. Þessi ferð um regnskógana var frábær, bara ég, ræðarinn og einhver Aströlsk fiðluséni. VIð þræddum króka og kima og þegar liðið var á kvöld vorum við komin. En viti menn, hvert? Hann bara benti okkur að taka draslið og síðan var hann farin. Við fundum loks smá stíg og fylgdum honum þar til við komum að litlu þorpi og viti menn við fengum herbergi. þetta var æðislegt fólk og ofsalega vingjarnlegt. Þau töluðu mikið við mig og ég skildi ekki neitt. Fínt samkomulag.

En eftir nokkra daga vildi ég fara. Ég kvaddi fólkið og fann rútu og fór til S.Pedro Sula. Ég var þar um dálitla stund þar til mér var bent á Paradísareyju,,, þ.e. Roatán. Nú og auðvitað fór ég þangað. Eftir hálfan dag í karabíska hafinu var ég komin og tók taxa til strandarinnar, þ.e. ef taxa skyldi kalla. Þegar ég var komin á ströndina tók á móti mér einn hóteleigandi hann bauð mér gistinu og sagði “velcome to Paradise” og þetta var paradís. Ég bjó í bjálkakofa í fínum fíling. Á morgnana synti ég í kóralrifinu ásamt miljón af fiskum og skjaldbökum. á kvöldið kíkti ég á lífið. Þetta var svo æðislegur staður að ég get ekki lýst því nógu vel. Ég hitti svo mikið af fólki þarna sem ég geymi í hjartanu mínu. Síðan á nóttunni lá ég í hengirúminu mínu í kofanum og las. Skordýrin bögguðu mig ekkert, fínt með eðlurnar og allt það dót, verst þótti mér fljúgandi sniglarnir en þeir voru mjög hrifnir af ljósa hárinu mínu.

Eftir langan tíma fór eitthvað að gerast í maganum mínum. Ég bruna á fund töfralæknis staðarins. Hann sagði mjög brúnaþungur að,,,
skiptir ekki máli ég skildi hann ekki neitt. Þannig að þungur í bragði tók ég næstu flugvél til mexico (náði þar samt einu góðu djammi- með frábæru liði úr springbreak), þaðan til USA og þaðan heim…

Jamms ég veit, ég hefði átt að fara í sprautur. En þetta var mín draumaferð. Algerlega einn á báti og varð að bjarga mér sjálfur. Engin landakort, engin spænska, ekki neitt, bara góða skapið og peningar.

Það gerðist að sjálfsögðu miklu miklu meir, en þetta er víst orðið fínt,,,

Ef þú ert ennþá að lesa, þá mæli ég með svona ferðum. Það er gott að læra að bjarga sér og upplifa sína innstu drauma.

EL fin

Krystall