Ég er algjörlega óforskömmuð og skammast mín bara ekki neitt frekar en vanalega en mér finst það við hæfi að benda þeim íslendingum sem eru að hugsa um að skella sér í heimsókn hingað til London að fólk getur náð niður ferðakostnaðinum um heilan helling með því að sleppa því að gista á hóteli og gista í staðin á svo kölluðu “self catering holiday flat”.
Það er til dæmis hægt að leigja íbúð með öllum þægindum, handklæðum, rúmfötum, náttsloppum og þess háttar á 80-100 pund nóttina. Hver íbúð býður til dæmis upp á sjónvörp í báðum herbergjum, videó tæki, DVD spilara, úrval af myndum, bókum og spilum.
Ef 4 aðilar eru að fara saman þá gerir það 20-25 pund á haus og ef 6 fara saman er það ekki nema 13-17 pund á haus fyrir nóttina. Það er miklu meira vit í að eyða sem minstum pening í leiðindi eins og flug og gistingu og eyða meira pening í að versla enda útsölurnar ennþá í fullum gangi hér!
Nánari upplýsingar um íbúðirnar sem ég er að miða við hér að ofan er að finna á www.london-rent.com