Daginn,

Ég fór í ferðalag til Spánar núna í haust, og það var frábært!!! En það er eitt sem ég hef svolítið verið að velta fyrir mér, á maður ekki einhversstaðar að þurfa að sýna skilríki?
Ég meina, ég sýndi enginn skilríki þegar ég keypti flugmiðann og borgaði í reiðufé, þegar ég kom á flugstöðina hér heima framvísaði ég bara flugseðlunum og þurfti hvergi að sýna vegabréf eða skilríki.
Síðan flaug ég sem leið lá til Spánar og labbaði bara út af flugvellinum þar án þess að fara í gegnum neitt tékk.

Á leiðinn heim var sama sagan, nema hvað vopnaðir verðir voru öskrandi á mig þegar ég átti að setja handtöskur í gegnumlýsingu (en þar sem ég kann ekki meira en “sí, no” og “hola” í spænsku þá skildi ég ekkert hvað þeir voru að segja ).
Þá er flogið heim, vélin lendir, ég fer í fríhöfnina og labba svo út, búinn að fara til Spánar og aftur til baka án þess að hafa nokkurn tíman sýnt nein skilríki.
Ég meina, ég hefði getað sett hvaða nafn sem er á flugseðlana þegar ég keypti þá, hvaða nafn SEM ER.

Er þetta ekki frekar furðulegt?

Ekki átti þetta að vera markmiðið með Schengen-sáttmálanum, er það???

Tezla
-spyr sá sem ekki veit.