Mig að langar að vekja athygli þína á alveg hreint stórkostlegu ungmennaverkefnii í sambandi við Canada og Vestur-Íslendinga. Það heitir Snorri West og er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 – 25+ ára.
Þetta er alveg einstakt tækifæri til að upplifa stórkostlegt land, fólk, menningu og jafnvel finna ættingja í N-Ameríku. Það er mikið um skemmtiferðir, útihátíðir, grillveislur og margt fleira. Farið er út í kringum lok júní og komið heim í byrjun ágúst.
Þú getur fundið nánari upplýsingar um þetta á heimasíðunni www.geocities.com/snorriwest og ef þú manst ekki þá slóð má alltaf skrifa inn www.snorriwest.tk og þá ferðu beint á síðuna líka.
Á síðunni er að finna reynslusögur, myndir og fleiri upplýsingar um hvað þetta nákvæmlega er.


Einnig langar mig að vekja athygli á Sorraverkefninu sem er ungmennaskipti fyrir fólk af íslenskum ættum í Norður Ameríku á aldrinum 18 – 25+ ára. Þáttakendur geta verið bæði afkomendur Vestur-Íslendinga eða afkomendur Íslendinga sem flutt hafa eftir Vesturlandaflutninganna og tala kannski ekki íslensku og vita lítið um landið en vilja kynnast land og þjóð. Þannig að ef þú þekkjir einhvern í N-Ameríku sem fellur undir þetta, bentu honum þá endilega á Snorraverkefnið. Frekari upplýsingar fást á síðu Snorraverkefnisins: www.snorri.is .
Síðan 1999 hafa verið hvorki meira né minna en 104 þáttakendur í Snorraverkefninu!


Endilega kíktu á síðurnar og sjáðu hvort að þetta er ekki eitthvað fyrir þig :)