Ákvað að pósta hérna ritgerð um Holland sem ég skrifaði í Grunnskóla, má þess geta að þetta var fyrsta ritgerðin sem ég gerði =). Veit ekki hvort hún á heima hér, en mér fannst hún eiga best við hérna.


Landsupplýsingar, borgir og náttúruhamfarir

Holland er í Vestur - Evrópu og liggja landamæri þess að Belgíu, Þýskalandi og Norðurhafi. Holland er næstum því jafnstórt og helmingur Íslands. Það er alls 41.526 km² á meðan Ísland er 103.000 km² og munar því 9.974 km² á því að Holland sé jafnstórt og helmingur Íslands. Eitt það undraverðasta við landið er flatleiki þess. Um það bil helmingur landsins er einum metra fyrir ovan sjávarmál, stór partur af því er reyndar undir sjávarmáli. Mikið af stíflum og annarskonar múrum vernda þessi svæði frá flóðum. Hæsti punktur Hollands er Vaalsberg sem er í suðausturhluta landsins það er 321 metrar.

Eftirtakanlegustu náttúruhamfarir í landmissi er stormurinn árið 1287, en þá létust 50.000 manns og Zuyderzee (núna þekkt sem IJsselmeer) skapaðist, sem gefur Amsterdam beinan aðgang að sjónum. Nýlegasti stormurinn varð árið 1953 og flæddi þá yfir stóran hluta Sjálands og 1,836 manns létust.

Helstu borgir Hollands

• Amsterdam
• Rotterdam
• Haag
• Utrecht

Amsterdam er höfuðborg hollands og einnig fjölmennasta borg landsins. Þar búa í kringum 740.000 manns. Í Amsterdam eru alls 35 söfn og á meðal þeirra má finna Anne Frank húsið og Van Gogh museum sem er frægt safn í Hollandi, safnið inniheldur stærsta safn málverka eftir Vincent Van Gogh í heiminum. Þar má sjá það sem hann hefur afrekað í gegnum tíðina og einnig breytingar og þróun á því. Holland er eitt af fáum löndum þar sem ríkisstjórninn dvelur ekki í höfuðborgini. Það er einmitt vegna þess að Haag er stjórnsýslusetur Hollands. Það er oft haldið því fram að Haag sé höfuðborg Hollands. Þó svo er Amsterdam höfuðborgin.


Rotterdam er önnur stærsta borgin í Hollandi og líka önnur stærsta hafnaborg heims á eftir Shanghai. Í Rotterdam fer fram mikill iðnaður og þar er einnig mikið um innflutning á vörum. Borgin er stöðugt að kljást við að halda stöðu sinni sem leiðtogi heims í geymslu eldsneytis og annan flutning á vörum. Til viðbótar er Rotterdam borg nútíma arkítektúrs, hátíða og afslöppunar. Rotterdam hefur að geyma alls 37 lista og annarsskonar söfn en ég ætla ekki að fjalla neitt nánar um þau. Í janúar 2004 voru taldir 598,923 íbúar í Rotterdam.

Haag er eins og margir halda ekki höfuðborg Hollands heldur stjórnsýslusetur. Það er 98.22 km² og þar búa í kringum 469.000 manns. Haag varð til árið 1248 af þýska konunginum Vilhelm II, sem átti að verða heilagur rómverskur keisari. Hann ákvað að byggja kastala í skógi í Hollandi sem átti að verða höfuðborg hans. Hann dó svo í stríði áður en hann varð krýndur. Kastalinn er ennþá uppi og heitir nú Ridderzaal (Höll Riddarans) og er notuð fyrir pólítíska fundi og aðrar pólitískar uppákomur. Haag er í dag miðja ríkisstjórnarinnar en ekki höfuðborgin.


Fólk, atvinnuvegir og menning

Í ágúst 2003 var íbúafjöldi Hollands 16.234.246, þannig að íbúafjöldi á hvern ferkílómetra er að nálgast 500. Meðalaldur kvenna er 39 ár og meðalaldur karla er 37 ár. Langflestir íbúanna búa í borgum eða bæjum (89%).

Fjöldi íbúa kynja og aldursskipt.

Á aldrinum 0-14 ára (18,3%)

• Karlkyns - 1,527,316
• Kvenkyns - 1,457,192


Á aldrinum 15 – 64 ára (67,8%)

• Karlkyns - 5,598,706
• Kvenkyns - 5,459,936

Eldri en 65 ára (13,9%)

• Karlkyns - 953,370
• Kvenkyns - 1,321,679

Frá 16. öld hafði Holland notið hárrar tölu af grunnnámi og tiltölulega mikilli kunnáttu á því sviði . Hollenski maðurinn Desiderius Erasmus hafði víða áhrif á 16. öldini og hollenska menningarlífið fékk á sig gott orð á 17. öld. Sá tími er oft kallaður hollenska Gullöldin. Á meðal þeirra valdamiklu persónum Hollands á þeim tíma voru: Hugo Grotius Dómari, vísindamennirnir Christiaan Huygens og Anton Van Leeuwenhoek, kortagerðamennirnir Willem Janszoon Blaeu og Jodocus Hondius, rithöfundarnir Pieter Corneliszoon Hooft og Joost van den Vondel og síðast en ekki síst heimsspekingurinn Baruch Spinoza. Auk þessara manna var fjöldi guðfræðinga.

Frægt fólk frá Hollandi

• Ruud Van Nistelrooy - Knattspyrnumaður
• Edgar Davids – Knattspyrnumaður
• Vincent Van Gogh – Listmálari
• Anne Frank


Ruud Van Nistelrooy er knattspyrnumaður og hann byrjaði feril sinn 17 ára að aldri með félaginu FC Den Bosch í annari deild í Hollandi, árið 1997 var hann svo keyptur af félaginu Heerenveen árið 1997. Þetta vakti athygli stórliðsins PSV Eindhoven sem keypti Nistelrooy á 22 ára afmælisdegi hans 1998. Manchester United höfðu sýnt mikinn áhuga á því að kaupa hann á tímabilinu 1999-2000 en það tímabil meiddist hann á hné og samningum hans við Manchester var frestað þegar hann stóðst ekki læknisskoðun.
Nokkrum dögum síðar meiddist hann enn verr á æfingu með PSV Eindhoven sem olli því að hann spilaði ekki meira það tímabil. Engu að síðar var hann kosinn leikmaður ársins annað árið í röð. Samningaviðræður á milli Manchester United og Nistelrooy gátu nú hafist á ný. Þann 23. apríl 2001 var samningurinn í höfn, nánast ári eftir að hinn upprunalegi samningur fell. Þessi maður er án efa einn þekktasti Hollendingur í heiminum þessa dagana.



Vincent Willem van Gogh var hollenskur málari yfirleitt álitinn einn stórkostlegasti málari í evrópskri listasögu. Hann gaf út öll sín verk (900 málverk og 1100 teikningar) á aðeins 10 ára tímabili áður er hann framdi sjálfsmorð. Hann lifði góðu lífi áður en hann dó, en nafn hans hélt áfram að stækka sérstaklega eftir sýningu í París sem sýndi í kringum 70 listaverk hans þann 17. mars 1901. Þrátt fyrir að hafa dáið ungur að aldri varð hann mjög vinsæll málari og málverk hans en vinsælli.

Æviágrip: Vincent fæddist í Zundert, Hollandi árið 1853. Móðir hans hét Anna Cornelia Carbentus og faðir hans var Theodorus van Gogh. Þegar hann náði 16 ára aldri starfaði hann hjá málverkasölunni Goupil & Co sem var í Haag. Bróðir Vincents Theo, 4 árum yngri en Vincent fékk svo starf hjá fyrirtækinu síðar. Á milli þeirra bræðra ríkti mikil vinátta hún stafaði af fjölmörgum bréfum sem þeir höfðu sent hvor öðrum. Þessi bréf bjóða upp á mikið innsæi í líf hans sem málari.


Annelies Marie “Anne” Frank (12.júní 1929 – febrúar til mars 1945) var gyðingsstúlka sem skrifaði dagbók á meðan hún, fjölskylda hennar og fjórir vinir voru í felum þegar nasistar hernámu Holland í seinni heimstyrjöldini. Eftir tvö ár í felum var hópurinn svikinn og þau voru flutt í fangabúðir, þar dóu allir úr hópnum nema faðir Önnu, Otto. Hann sneri aftur til Amsterdam og sá að dagbók Önnu hafði komist hjá því að skemmast. Hann var handviss um að bókin væri einstök og tók það skref að útgefa hana. Bókin var svo gefin út þann dag sem Anna hefði orðið 13 ára gömul. Bókin sýndi öll atvik í hennar lífi frá 12. júlí 1942 til enda þess þann 4. ágúst 1944 (sem er sá tími er þau voru í felum). Hún gaf mörgum lesendum persónulega skoðun á daglegu lífi undir haldi nasista. Lýst á þroskaðan og skilningsríkan hátt, var bókin þýdd frá sínu upphaflega tungumáli (hollensku) yfir á fjölda annara tungumála og var hún víða lesin eftir það. Frank varð svo eitt frægasta og umræddasta fórnarlamb þessrar heimstyrjaldar.


Héröð.

Holland er skipt í 12 héröð;

Groningen er norðausturhérað Hollands. Í austur liggur það við Þýskaland, í suður liggur það við Drenthe, í vestur við Frísland og í norður við Waddenzee. Höfuðborg héraðsins er Groningen.

Frisian (Frísland) er hérað í norðurhluta Hollands höfuðborgin er Leeuwarden. Í Fríslandi er talað mikið af Frísnesku, en hún er einnig töluð í í litlum hluta af Groningen og Saterland.

Drenthe er norðaustur hérað Hollands. Höfuðborgin er Assen. Það liggur við Overijssel, Frísland, Groningen og Þýskaland.

Overijssel er í miðaustanverðu landinu og höfuðborg þess mun vera Zwolle. Héraðið skiptist í 3 hluta: Salland vesturhluti, de Kop van Overijssel fyrir norðan, og Twente fyrir sunnann.

Flevoland er í miðju Hollands en það liggur við bakka Zuiderzee (núna þekkt sem IJsselmer). Höfuðborg Flevolands er Lelystad. Flevoland liggur að : IJsselmer, Fríslandi, Overijssel og Markermeer.

Gelderland er í miðaustanverðu landinu. Höfuðborgin er Arnhem. Hinar tvær stóru borgirnar eru Nijmegen og Apeldoorn. Sem hafa fleiri íbúa.

Utrecht er í miðju Hollandi og með samnenfda höfuðborg. Utrecht liggur að : Gelderlandi, Suður Hollandi, Norður Hollandi og Markermeer.

Norður Holland er í Norðvesturlega í Hollandi og höfuðborgin þar er Haarlem, aðrar borgir þar eru a.m.k. höfuðborg landsins Amsterdam, Hilversum, Alkmaar og Zaandam.

Suður Holland vestarlega í miðjuni sunnan við Norður Holland. Höfuðborgin er Haag,

Zeeland (Sjáland) er suðvesturlega í Hollandi og er höfuðborg þess er Middelburg. Sjáland liggur að : Belgíu og Norður Brabant.

Norður Brabant er staðsett í sunnanverðu landinu og liggur að : Belgíu, Limburg og Sjálandi. Höfuðborgin er Den Bosch.

Limburg er í suðaustanverðu landinu og liggur að : Þýskalandi, Belgíu, Gelderlandi og Norður Brabant. Höfuðborgin er Maastricht.


Ég vona að þessi Grein hafi verið sem fróðlegust. Fannst mér það skondið sem glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir því að hægt er að fylla Ísland af hollenskum karlmönnum eldri en 65 ára.