Ég fór á Kanarí í hitt-í-fyrra og ætla aftur í janúar. Það var fínt og skemmtilegt fyrir utan sölumennina. Við fórum að gá hvað stafrænar myndavélar kostuðu þarna því okkur langaði í eina. Við vorum bara eitthvað að kíkja í búðirnar og spurja um verð og gæði og svoleiðis. Sölumaðurinn fer að tala eitthvað fullt um einhverjar myndavélar og segir okkur allt sem hægt er að segja um hverja og eina myndavél. Þau byrjuðu að prútta um eina myndavélina, orðin voða ánægð með sig, enda búin að lækka verðið helling. Frábært tilboð, flott myndavél og allt gott, hafa alveg ágætlega efni á þessu og svona. Ákveða þá að kaupa hana á visa og þannig, fylgjast með að allt fari vel fram, sé ekki tekin meiri peningur en átti því þau höfðu heyrt af varasömum sölumönnum. Þegar allt er búið og þau að fara spyr sölumaðurinn hvort þau ætli ekki að kaupa minniskort, tengi í tölvuna og svoleiðis og þau bara stara á manninn enda héldu þau að þau væru með allt sem þyrfti enda sagði maðurinn ekkert á móti því. En nei, þau voru bara með myndavélina en gátu ekki tekið myndir eða gert neitt með hana, hún var í rauninni hálf verðlaus. Það var ekkert hægt að taka til baka kaupin á vélinni, allt var búið og gert, þannig að þau neyddust til að kaupa minniskort og allan pakkan og voru þá komin út í mínus á þessu.
Önnur saga sem leiðsögumaður(kona) sagði náfrænku minni:
Það var gamall íslenskur maður, sem kom með sömu ferðaskrifstofu á sama hótel þegar þessi leiðsögumaður(kona) var að vinna þar, hann kom einn, þekkti engan úti og kunni ekki stakt orð í ensku eða spænsku, var bara komin til að slappa af. Daginn eftir að hann kom var hringt í leiðsögumanninn(konunna) og henni sagt að maðurinn hefði fengið hjartaáfall og dáið. Þá hafði hann verið í göngutúr hjá búðunum og labbað inn í eina búiðina, sölumennirnir þjörmuðu að honum og voru að reyna að telja hann á að kaupa hjá þeim, maðurinn varð dauðhræddur því hann skildi ekki orð af því sem þeir sögðu, og fékk hjartaáfall sem hann dó út frá.
Þannig ef þið ætlið að kaupa ykkur eitthvað nálægt svona náungum skuluð þið passa ykkur því þeirra regla er að hleypa aldrei neinum út úr búðinni nema hann kaupi eitthvað.
(nennti ekki að lesa þetta yfir þannig það getur vel verið að það séu einhverjar stafsetninga eða málfræðivillur þarna og ég biðst þá bara afsökunar á þeim)