Ég ákvað að skrifa hérna smá grein um hvernig það er að ferðast á húsbílum og ferðalagið mitt í sumar:)
Ég hef verið alin upp við að ferðast alltaf á húsbílnum á sumrin og til útlanda og ég hef aldrei gist á hóteli eða gistiheimili. Fyrst áttum við Econline svona lítinn og sætan en núna erum við komin í svona fínan og nýtískulegan húsbíl. Sumum finnst þetta algjört pain að vera í þessu en þetta er skárra en tjald;) Einnig eru margir á fellihýsum eða hjólhýsum en það er líka sniðugur ferðamáti.
Í sumar fór ég með fjölskyldu minni í 5 vikna ferðalag um þyskaland, svíþjóð, danmörk og noreg og það var frábær ferð! Við fórum með húsbílinn með okkur út, með skipinu Norrönu, og vorum á honum að keyra um þessi lönd. Fyrir utan mikla keyrslu og hita þá var mikið að skoða og maður upplifði mikið á þessu ferðalagi. Það er líka frábært að fara bara og geta keyrt hvert sem maður vill og skoðað allt! ég mæli mikið með svona ferð að leigja eða bara kaupa sér húsbíl og fara og skoða sig um og skemmta sér.
Við erum í svona húsbílafélagi hérna á Íslandi og það eru um 600 manns í því. Þá er fundið eitthvað tjaldstæði á landinu og ákveðið dagsetningu og haldin útilega þá. Ég er farin að vera stundum bara heima á meðan foreldrar mínir fara en það getur verið leiðilegt að vera með fullorðnu fólki heila helgi og hafa ekkert að gera. Ég tek stundum vinkonu með mér og við tjöldum hjá bílnum. Þetta er annars mjög gaman að fara svona yfir eina helgi og grilla sykurpúða og svoleiðis:)
Takk fyrir mig:P