Þetta fellur líklegast að mörgu leiti undir kork frekar en grein, en þar sem að ég efast um að korkar fái einhverja umræðu að viti eða svör yfir höfuð, ákvað ég að skrifa þetta sem grein.
Þanneig er mál með vexti að ég er alveg að deyja úr ævintýraþrá ef svo mætti kalla (má vel vera að ég hafi horft á of mikið af Indiana Jones :). Er einhver sem finnur fyrir slíku? Langar að verða skiptinemi, eða bara fara á eigin vegum út í heim?
Ég hef lengi hugleitt það; kaupa mér flug á Kaupmannahafnarflugvöll og skella mér til Kaíró og skoða píramída o.fl. eða beint til Höfðaborgar ef því er að skipta (hljómar auðveldara en að gera það líklegast).
Þetta er frekar mikið flipp, að hoppa svona út í heim, alveg óskipulagður, en líklegast meira ævintýri (vonandi).
Málið er að þetta þarf að vera ódýrt, og ég hef ekki efni á skipulögðum nemandaferðum upp á 80.000 + flug. Tryggingalaus, kortalaus, mállaus jafnvel…
Svo hefur maður hugleitt Interrail, 42.000 krónur fyrir miða sem gildir á öllum svæðunum, svo þarf víst að bæta við flugkostnaði, ég hef eitthvað heyrt um að fólk sleppi alveg við hótel, hefur einhver gert þetta?
Hefur einhver flippað svona? Einhver sem vill gefa úr viskubrunni sýnum? Hey! Hafið þið testað sjálfboðavinnu í Afríku? Það er örugglega gaman!
Mér þætti vænt um allar sögur, leiðbeiningar og annað þar fram eftir götunum. Share it all! :D