Ég var að skoða fargjöld til DK fyrir rúmri viku eða svo á Icelandexpress vefnum. Ódýrast var hægt að fá hvora ferð á 5.395 kr.
Nú bjóða þeir stoltir “Þjóðargjöf”. Það er meira segja ekki alveg rétt því þetta er bara “gjöf” til netklúbbs IcelandExpress.
Gjöfin felur s.s í sér 5.000 króna afslátt af flugi næstu þrjá mánuði sem er bókað á næstu fimm dögum.
En eins og áður sagði þá sá ég ódýrustu ferðirnar á 5.395 kr. hvora leið. Nú hinsvegar er ódýrsta fargjaldið 7.115 kr. hvor leið.
Það sjá það allir sem reikna að þetta er þá enginn 5.000 kall sem þeir eru að bjóða fólki í afslátt -heldur 1.000 kall.
Þetta finnst mér slæm brella til að lokka til sín fleiri viðskiptavini sem kokgleypa allt sem kallast “frítt” eða afsláttur.
Það má líka til gamans geta að þeir náðu 14.000 nýjum netklúbbsmeðlimum síðustu daga vegna þessarar “þjóðargjafar”.
Þó er ég sáttur við að þetta fyrirtæki skuli vera starfrækt og tryggi raunverulega samkeppni á þessum markaði. Ég er ekki jafn hrifinn af því að bíða spenntur eftir einhverjum fargjöldum sem eru raunverulega þau sömu og ég skoðaði fyrir nokkru síðan.