Sælir.
Ég fór einnig til Split en varð ekki mjög
hrifinn. Mjög dæmigerð stórborg og mengun-
in mikil. En rétt fyrir utan hana er önnur
borg, Salona, og þar var að finna gamlar
rústir frá tímum Rómverja. Hringleikahús,
böð og kirkjur. Mjög áhugavert.
Það eina sem ég sá að Dubrovnik voru eyði-
lögð þök. Líklega hefur sá staður verið
byggður hvað mest upp vegna túrismans en
fyrir stríðið var borgin vinsælasti ferða-
mannastaðurinn á þessu svæði.
Já, landið er rosalega ódýrt, a.m.k. ef
miðað er við Ísland. Það kom mér líka á
óvart hversu mikið framboð var á gistingu,
þó svo að í júlí og ágúst séu lang flestir
ferðamenn í landinu. Gamlar konur bókstaf-
lega þyrptust yfir okkur þegar við stigum
út úr rútunum og buðu okkur gistingu.
Og já, glæpatíðnin er mjög lág þarna. Sömu-
leiðis sá ég næstum enga betlara en þó
nokkuð af rónum, en aðeins í stórborgunum
Split, Rijeka og Zagreb.
Ég mæli eindregið með Króatíu, og þá sér-
stak lega Dubrovnik. Það tekur 4-5 klst.
að fara þangað frá Split með rútu. Já, það
er pínulítið vesen en borgin er svo sannar-
lega þess virði. Um að gera að nota næturnar
í slíkar rútu- eða ferjuferðir.