Hæhæ.
Ég hef búið í Svíþjóð í eitt ár núna og það er loksins komið að því að heimsækja Ísland. Ég er bara 15 ára og þess vegna á ég fullt af vinum sem ég hef saknað á Íslandi og hlakka til.
Þessi ferð til Íslands verður líka nokkuð mikil opnun fyrir framtíðar starfinu mínu sem ég er að spá í að reyna að verða, það er að segja leiðsögumaður fyrir þýska, austuríska eða svissneska túrista á íslandi, jafnvel sænska. Svo langaði mér líka að reyna að gerast leiðsögumaður á veturna á Spáni fyrir þýskumælandi eða sænskumælandi túrista. Málið er nefninlega það að ég fer til Reykjavíkur núna fyrst og verð þar í smá tíma og svo fer ég útá land og pabbi minn ætlar að taka mig í eina svona ferð því að hann vinnur einmitt sem leiðsögumaður fyrir þýskumælandi túrista á Íslandi.
Ég er nokkuð ákveðinn í að þetta verði það sem ég eigi eftir að gera í lífinu mínu og mér finnst það ágætt að vera búinn að ákveða það á mínum aldri.
Ég ætla að klára skólann hér í Malmö eða á Íslandi og vinna í 2 ár í einhverri vinnu (líklegast veitingastað víst ég vinn þar núna). Eftir þetta er ég búinn að safna mér pening og fer með systur minni í hjólatúr, víst við erum svona mikið hjólafólk. Þetta verður enginn smá hjólatúr heldur hjólaferð í gegnum evrópu sem við erum búin að reikna að gæti tekið um 3-4 mánuði. Eftir þetta ætla ég að sækja um í leiðsögu námi og verða leiðsögumaður.
Allt byrjar þetta eftir nokkra klukkutíma (8 klst) því þá flýg ég frá Kastrup í Danmörku til Íslands.

Þetta voru hin miklu plön mín sem mér langaði að deila með ykkur ferða - hugum….akkurat núna þegar þú ert að lesa þetta er ég mjög líklega á Íslandi :D

Kv. StingerS