allavega.
eg fór til Kína 1 Apríl. það byrjaði nú frekar óskemmtilega. ég var búin að stilla vekjaraklukkuna klukkan 4 og ætlaði að vakna og fara í sturtu og svoleiðis. en allt kom fyrir ekki. við (eg og pabbi) voknuðum ekki fyrr en eitthverjar mínutur yfir fimm þar sem eg hafði slökkt á vekjaraklukkunni í svefni. (ég á það til ad gera það þegar eg er voðalega þreytt.) en sem betur fer vaknaði afi minn nóg og snemma til þess ad vekja okkur feðkynin. Við dryfum okkur þá bara út á flugvöll og sem betur fer vorum við bara med handfarangur og þurftum ekki að fara í svaðalega langa chek in röð. svo drifum við okkur bara upp í flugvél og af stað til London. Þegar við lenntum þar höfðum við mjög tæpan tíma aðeins 1 klukkutíma til þess að komast að okkar transporter. Þar sem Eroflot er ekki jafn svegjanlegt fyrirtæki í sambandi við handfarangur þá þurftum við að cheka in farangur. þá komumst við að því ad það átti að senda okkur til Peking (Beijing) í staðin fyrir Shanghai. Þá lenntum við í smá veseni að breyta miðunum okkar og það kostaði okkur smá penging og flugvélinni var seinkað eitthvad smávegis og allt í steypu. Annars var það ekki okkur að kenna að flugmiðin væri til Peking en ekki Shanghai heldur var það bara Eroflot sem var að klikka. Loks komumst við samt í flugið sem betur fer og það blessaðist nú allt saman. Við flugum til Moskvu (Moscow) og hlupum þar að gate-inu okkar þar sem við vorum tæp á tíma þar eins og í London. Við vorum svona ca. 35-45 manns í 350 manna vél þanneig að það fór bara vel um okkur. Þegar við lenntum í Shanghai var klukkan um 12:30 á staðartíma og við höfðum flogid í 19 með 2 stoppum.
Í Sanghai var nú frekar opin dagskrá þar sem við þekktum 11 manns sem er skiptinemar frá Bifröst þarna. En í Shanghai gerðum við nú samt margt. Við fórum a copy-markaðinn þar sem ýmis merki eins og nike, addidas, pumma, hugo boss, guggci, okley, diesel og fleirri merki voru mjög vinsælar eftirlíkingar. Ég keypti mér í þessum tveim ferðum sem við fórum á markaðin 3 pumma skó, 1 diesel skó, 1 diesel tösku, nike íþróttargalla, guggci gleðigleraugu og fleirra fyrir liggur við engan pening. Einnig fórum við líka í eitt stórhýsi sem er hvorki meira né minna en 3 hæsta bygging í heimi og heitir Djinnmá og er eitthverjar 80- og eitthva hæðir.
Við fórum á efnamarkaðinn þar sem víð létum sauma 4 jakkaföt á 25þúst kr. íslenskar.
Við fórum líka í dýragarð og var það nú bara eins og flest allir aðrir dýragarðar í heiminum við sáum ma. pöndu, gírafa, fíla, flóðhesta, nashyrninga, kameldýr, hrægama og MÁFA af öllum dýrum.
daginn áður en við fórum til Peking fór ég á hárgreiðlsustofu þar sem ég fór í klippingu og svoleiðis, það var mjög sérsakt að fara í klippingu þar sem engin samskipti geta átt sér stað þar sem ekki er talað sameiginlegt tungumál. Það talaði nánast engin ensku þarna. En klippingin var fín.
Svo fórum við sex til Peking á laugardaginn. Eða þar að segja ég, pabbi, Haukur, Ingi, Hólmar og Þói. Þegar við lenntum í Peking fórum við með leiðslögumanninum okkar út að borða og smökkuðum Peking-öndina frægu og smakkaðist hún bara ágætlega.
daginn eftir fórum við í forboðnuborginna, það var steikjandi hiti eða um 28° og ég var nú ekki alveg að fíla það. En forboðna borgin var mjög fín og merkilegt að sjá og heyra um sögu hennar. daginn eftir fórum við á stað sem ég man ekki alveg hvað heitir en hann var mjög svipaður forboðnuborginni. Svo slepptum við því að fara að skoða það þar sem er verið að byggja fyrir ÓL 2008. Við slepptum því, því að okkur hafði verið boðið í mótöku hjá Íslenska sendiráðinu í Kína þar sem hún Valgerður (mig minnir að hún sé Viðskiptaráðherra) og fleirra stjórnmála flólk voru líka. Það var nú bara fínnt og ég hitti nokkra krakka á mínum aldri sem höfðu búið þarna í 1 og 2 ár. Svo hitti ég líka dóttir Valgerðar, en hún er jafnaldra mín og er í hagaskóla.
daginn eftir eða á þriðjudeginum fórum við á Kínamúrinn. Það var ekkert nema geðveiki. Það var svo gaman og þar hittum við líka nokkra Íslendinga sem voru í bændaferðum. Það var líka mjög gaman. En vissir þú að Kínamúrinn er svo langur að hann gæti farið ca. 4 sinnum umhverfis þjóðveg eitt á Íslandi, það finnst mér nú alveg magnað.
á Miðvikudeginum fórum við að sjá grafhýsi Maá (veit ekki hvernig það er skrifað) við mættum útí rútu um 7 leitið og fórum að standa í röð í klukkutíma á torgi hins himneska friðar í röð að því að sjá lík Maá. Svo loksins var röðin komin að okkur og mér fannst þetta nú bara ekkert nema ógeðslegt. Bara það að halda uppá lík hjá þessum manni er nóg en að vera með fólk í vinnu til þess að halda öllu í röð og reglu þegar fólk er að skoða líkið er bara of mikið. En eftir þetta fórum við Pabbi bara í flug heim en Ingi, Hólmar, Haukur og Þói fóru heim til sín í Shanghai þar sem þeir eiga eftir að vera í 1 og hálfan mánuð.
En við flugum til Moskvu og biðum þar á flugvellinum í eitthverja tíma ég heypti mer geisladisk og svoleiðis og það var bara fínnt að geta slakað á svona til tilbreytingar.
Þá flugum við frá Moskvu til London. það var bara mjög fínnt. Við gistum heima hjá vini pabba og fórum svo að skoða London á fimmtudeginum. þegar klukkan var farin að ganga 6 fórum við bara úta flugvöll og flugum til Íslands. Það var ólýsanleg tilfinning að komast aftur heim á klakan í smá vind og kalt loft.
þótt Ísland sé auðvitað best þá er Kína mjög framandi og hvet ég alla sem hafa tækifæri til að skella sér þangað.
Einnig ef eitthver hérna veit um hvort það sé hægt að fara í eitthverskonar Kínversku námskeið eða þessháttar endilegar sendið mér hugskeiti
vonandi hafið þið ángæju af þessu.
takk fyrir mig
kv. misstimberlake
og munið…