Oki þegar ég fór þarna var heitasti tími ársins, og þar sem ég dvaldi var oftast um 40. stiga hiti, en það var ekki slæmt því að við vorum alveg við sjóinn þannig að okkur leið mjög vel og jafnvel betur en oft í heitum veðrum á Íslandi. Við (fjölskyldan) vorum svo heppin að fá herbergi á litlu íslensku fjölskyldureknu hóteli sem heitir Ikaros rétt fyrir utan eina aðal borgina Chania. Þetta var yndislegt, bara íslendingar fyrir utan fólkið sem átti þetta og við vorum þarna um 10 fjölskyldur og allir urðu vinir. Við vorum þarna í 2 vikur og í endann langaði mig helst ekki til að fara.
Allir þarna voru svo yndislegir og eyjan er þekkt fyrir að þjófnaður tíðkast ekki þarna, maður gat alveg labbað þarna um án þess að hafa áhyggjur af veskinu.
Við ferðuðumst um eyjuna og fórum t.d á stað þar sem talið er að Seifur hafi fæðst, og við fórum líka á strönd sem allir sem fara þangað verða að skoða en hún heitir Elefonisis, en hún er sko ævintýri líkast. Hún er með alveg ljósan sand og sjórin er tær og ljósblár.
Við fórum líka í vatnsrennibrautagarðinn Limnoupolis en hann er alveg æðislegur (miða við það að við höfðum aldrei farið svona áður).Við fórum líka til eyjunnar Santorini en þar er oftast 5 stigum heitara en á Krít þannig að þar var 45 stiga hiti en samt var það alveg fínt. Þar sáum við asna og ýmsilegt. Við fórum líka í siglingu með litlu skipi þar sem við sigldum um Miðjarahafið og svo var stoppað með nokkrum millibilum og þá máttum við fara útí sjóinn að synda ÞETTA VAR YNDISLEGT.
Allavega fyrir alla þá sem eru að velta því fyrri sér að fara til Krítar þá myndi ég ekki hika við það því fyrir mér var þetta paradís. :)
Ef einhverjar spurningar eru þá getið þið bara sent mér skilaboð.
lífið gæti reynst auðveldara ef þú reynir að lifa því með bros á vör!!