Mig langaði bara að forvitnast,
Þegar fólk fer til útlanda þá fer það alltaf á sömu staðina eins og Spánar , Portúgals og fl. Afhverju er það? Hvernig nennir fólk að fara á sömu staðina ár eftir ár, ég veit t.d. um konu sem fer til Spánar á hverju ári (hún á enga ættingja eða neitt þar). Hvernig væri nú að prófa eitthvað nýtt. Ég t.d fór til Jersey s.l sumar og það var alveg æðislegt. Jersey er lítil eyja rétt fyrir utan Frakkland, það tilheyrir samt englandi en það er hægt að fara með ferju yfir til Frakklands. Það er mjög gott veður þar, þetta er mjög í anda Spánar en samt allt öðruvísi. Elísabetar kastalinn er æði. Hann er opinn almenningi og það er svo gaman að skoða svona kastala sérstaklega afþví að maður veit að fólk bjó í honum í gamla daga. Það eru margar strendur þar og sjórinn er heitur.
Ef þið getir hugsað ykkur að fara þangað þá vil ég endilega mæla með nokkrum stöðum:
Jersey Pearl
Jersey Gold
St.Bralade Beach
Það er mjög ódýrt í bænum og það eru líka þekktar verslanir á Jersey eins og Intersport, Topshop, Next og fl.
Ég mæli alveg sérstaklega með dýragarðinum hann er svona öðruvísi en annarstaðar.