jæja þá er komið að því !

Ég er búinn Að undirbúa þessa grein í fjöldi ára og nú loksins fæ ég að deila þessu með ykkur.´

Við félagarnir Stefán , Gummzli og Bnak (almannak, Fyndið ekki satt ?)
við eigum það nefnilega til að taka okkur saman í andlitinu og fara í vettvangsferðir.
Við gerum okkur einn glaðan dag á ári til að fara í ferðalög eða svona “vettvangsferðir”.

Ferð okkar var heitið á “Geldinganesið” fræga.

Við byrjuðum á því að taka allan nauðsynlegan útbúnað og vorum fyrirfram búnir að ákveða að Stefán myndi keyra á sínum ómótstæðilega Willys jeppa , sem var notaður í stríðinu árum áður.
En burtséð frá því , þá vorum við komnir á stað og við vorum alveg komnir að Nesinu, beygjir ekki Stebbi inná afleggjarann til að beygja yfir sandbrúnna.

það fyrsta sem við sjáum er mikið sorp, Reykjavíkurborg greinilega ekki að standa sig í Sorpu og skolp málunum hér í bæ, eða uppí sveit.

við látum það ekkert á okkur fá því við erum sko sannir ferðalangar, en síðan keyrum við áfram og sjáum allfurðulegt skip, eða öllu heldur trillu.
Þetta var strönduð trilla sem kemur manni ekki oft fyrir sjónir, en þetta er allavena strönduð trilla sem er búinn að hanga þarna lengi að maður best veit…

[Endilega ef þið vitið eitthvað um þennan allfurðulega strandaða trillu þá endilega postið eitthvað sem þið vitið um hana hér, maður er orðinn svoldið forvitinn , þetta er svoldið spúkí , ræt ?]


Nei við látum svona ekkert á okkur fá og keyrum eins og vitleysingar þvert yfir geldinganesið, og þegar okkur bar að garði sáum við þá ekki bara unga mey, prýðisfallega unga mey.
Þessi unga fríða mey var gangandi ein á ferð, engin var sjáanlegur.
Við ákváðum að bjóða henni far en hún þvertók fyrir það og byrjaði að hlaupa í burtu eins og hún héldi að við værum ódæðismenn í leit að ástarlotum.
En nei við vorum ekki í þeim tilgangi vina góð.

Við létum þetta ekkert á okkur fá og héldum okkar leiðangri áfram.

Þegar við vorum langt komnir blasti við okkur skillti sem á stóð ;
“SPRENGIHÆTTA…..”

Við urðum skelfingu lostnir en um leið helvíti spenntir , og þó æstir um stund.
Við ákváðum að sýna það og sanna hverjir væru aðal Prakkarar bæjarins.

Við félagarnir vorum orðnir spenntir , þannig stebbi gaf í eins og vitleysingur inná hættusvæðið.

Þegar við vorum komnir áleiðis sáum við DJÚPAN SKURÐ.
Við fórum alveg í kleinu og vissum ekki uppá okkur typpið.

Djúpur skurður í sveitinni langt frá íbúðarbyggð.
Þetta fannst okkur svo helvíti grunsamlegt að við brunuðum til baka og létum ekki sjá okkur aftur í geldinganesi Framar.



Ég þakka fyrir mig,

Lifið Heil.


Sigurður Sjómaðu