Efnisyfirlit
1. Írland(formáli) bls. 2
2. Land og þjóð bls. 2-4
3. Lokaorð bls. 4
4. Heimildir bls. 4-5
Írland
Formáli:
Í þessari ritgerð er ætlunin að segja frá Írlandi, sem er næst- stærsta eyja Bretlandseyja. Hún skiptist í Írska lýðveldið og Norður-Írland. Landið er 84404 ferkílómetrar að stærð.
Ritgerðin skiptist í formála, kafla um land og þjóð, lokaorð og loks heimildaskrá.
1. Land og þjóð
Landslag og höf:
Höfin sem liggja að Írlandi eru Atlantshaf og Írlandshaf, milli Írlands og Bretlandseyja. Vesturströnd landsins liggur fyrir opnu Atlantshafinu. Víðast er þar fjöllótt og hæðótt að ströndum fram, en lág-og flatlendara inni í landi. Þar eru kalksteinssléttur með víðáttu miklum heiðum, óteljandi vötnum og lágum hæðadrögum. Shannon vatnakerfið nær til fimmtungs landsins.
Strandhéruðin eru ólík innhéruðunum, þar eru tiltölulega lág fjalllendi af mismundandi toga. Í suðurhlutanum eru þau úr rauðum sandsteini, sundurskorin af árdölum, sem víða eru skógi vaxnir. Hæsti tindur landsins er Carrantuohæð, sem er 1041 metri. Í Connemara, Mayo og Donegal er aðalsteintegundin granit, stundum hulið kvartsíti.
Einkennandi fyrir þessi svæði eru berar keilulagaðar hæðir, sem vísa stakar upp af sléttunni. Blágrýti hylur mestan hluta na-hlutans. Strandlengjan er 3170 km löng.
Lítið er eftir af skógum sem þökktu landið áður fyrr, en skógrækt hefur verið í gangi um skeið með aðstoð ríkisstjórnarinnar. Mest hefur verið gróðursett af sitkagreni, sem hefur ekki dafnað nógu vel. Margar lauftrjátegundir dafna vel.
Í mýrlendi og í grunnum jarðvegi vaxa aðalega mosar, fléttur og lyng sem blómstra gulum blómum á sumrin.
Írska sveitalandslagið er einkum beitilönd í flestum tónum græna litarins, og er það um 4/5 landsins, því er Írland kölluð ,,Eyjan græna,”.
Ræktanlegt land er aðeins að finna á austur ströndinni og inn til landsins. Allmargar ár eiga upptök sín á sléttunni, sumar vatnsmiklar, er Sannon fljót þeirra mest, 370 km að lengd og lengsta áin á Bretlandseyjum.
Loftslagið:
Á Írlandi er temprað úthafsloftslag, sem þýðir að þar eru sumrin svöl, veturnir mildir og óstöðugt veðurfar. Veðurfarið á Írlandi svipar mjög til þess íslenska. Írland er úrkomu og næðingsöm eyja, þótt meðalhitinn sé hærri en heima hjá okkur.
Írar eru ekki lausir við snjó á veturna.
Dýralíf:
Ekki eru margar dýrategundir á Írlandi, þótt þar sé mikið um fugla. Í mýrunum má heyra spóa og hrossagauka og lævirkinn lætur líka til sín heyra. Tjaldurinn flytur sig frá ströndinni inn í land þar sem hann finnur nægilegt vatn. Mávar og svartfugl hreiðra um sig í klettum við strönd Atlantshafsins og stundum má sjá lunda. Toppskarfar sveima með ströndinni og súlur steypa sér í leit að fæðu. Stormsvölur og fýlar eru sjaldgæfari.
Ár, vötn og lón eru oft mórauð af leir en ekki menguð og í þeim eru mikið af laxi og silungi. Nýjustu vatnafiskarnir eru gedda og regnbogasilungur. Með ströndum fram má sjá mismunandi tegundir sela.
Íbúar:
Þeir eru um 3,7 miljónir. Tæplega 70% þeirra búa í þéttbýli, flestir í höfuðborginni Dublin, sem er líka aðal hafnarborgin.
Írar eru málglaðir og hafa gaman af rökræðum, fjörugri tónlist og kráarstemmingu, eru vinalegir við ókunnuga og hjálpfúsir. Stjórnarfarið er lýðveldi.
Trúarbrögð:
Rómversk kaþólsk trú er útbreiddust, um 93% og mótmælendur eru 3%.
Tungumálið:
Það er í flestum tilvikum enska, þótt gelíska sé opinberlega viðurkennt sem fyrsta mál landsins og er í dag aðalega í vestur hlutanum. Írska er eins og falleg tónlist í eyrum margra.
Atvinna:
Írar hafa lengst af byggt afkomu sína á landbúnaði og eru meðal annars þekktir fyrir mikla kartöflurækt. Gífurlegur hagvökstur í landinu undanfarin ár er einkum að þakka örri iðnvæðingu á hátækni sviði. Helstu útflutningsvörur eru vélar, flutninga- og farartæki og matvæli.
2. Lokaorð
Þessi samantekt hefur sagt mér að Írland sé mjög fallegt og athyglisvert land, gaman og fróðlegt að lesa um land og þjóð.
Margt er þar sem svipar til Íslands eins og t.d. að búa á eyju, gróður og veðurfar. Það koma nú æ fleiri erlendir gestir til eyjarinnar, og ég gæti hugsað mér að vera í framtíðinni einn af þeim.
Heimildir
1. Loftur Guðmundsson: Írland, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Rvk. 1970.
2. Vefsíða: http://www.nat.is
3. Vefsíða: http://www.hi.is/
4. Vefsíða: http://www.hi.is/~gylfason
5. Vefsíða: http://visindavefur.hi.is
6. Örlygur Hálfdánarson o.fl. Íslenska Alfræðiorðabókin I og II bindi, Örn og Örlygur, Rvk. 1990.