Um daginn senti ég inn grein um bandaríkjaferð er ég fór í,að mínu mati var hún vel skrifuð,fyndin og atburðarík en hún var ekki samþykkt afþví það “skeði” ekki neitt í henni - Daywalker

Ég hef þá ákveðið að skrifa um Spánarferð sem ég fór í á því herrans ári 1998 og einn af mörgun atburðum var að það kveiknaði í flugvélinni… hér byrjar saga….


<i>Ár: 1998 - Iceland - Keflavik Airport</i>

Við mættum upp á Keflavík Airport klukkan 06:45 að mig minnir og áttum að taka vélina 09:23. við tjékkuðum okkur inn og eyddum smá tíma í leifstöð,en eins og flestir sem hafa farið til útlanda þá ríkir undarleg stemning áður en farið er á loft þegar maður gengur um í leifstöð,sumum kvíðir,öðrum hlakkar til en þó eru nokkrir sem leiðast það að fara til útlanda þó að um skemmtiferð sé að tala.
Ég reikaði um en eftir klukkutíma af spenningi var mér farið að leiðast og þá var farið upp í vél. ferðin var u.þ.b 4 tímar að mig minnir og var lendingarstaður Spain - Alicante en þangað flugu/fljúga Iceland air.


Þegar komið var til Alicante kallaði El KaptainøZ “This is your captain speaking,where are landet at Alicante airport,the heat is 36°” og svo þegar við vorum komin í litla þorpið þar sem sumarhúsið okkar var u.þ.b 40Km fyrir utan alicante byrjaði fríið,við tókum upp úr og fórum til Torreveija þar sem Aqua park var og þegar við vorum að fara hrundi ein rennibrautin,en enginn slasaðist,það var búið að rýma hana en litlu munaði þó.
Seinna í ferðinni nánar tiltekið á Benidorm fór ég á eitthverja sýningu með hvölum,selum og öllu shittinu og þá var einn maður étinn…. án gríns eða lyga.. háhyrningurinn “Gumzi” að mig minnir át fót af stunt manni.. sjúkur heimur :P

Síðasta daginn í ferðinni skeði dáldið hræðilegt eða allavega hefði getað endað hræðilega!
Við vorum í flugvélinni þegar ein flugfreyja fer í kallkerfið og sagði mjög hræddri röddu “kæru farþegar ég ætla að biðja ykkur um að yfirgefa vélina” og þegar allir flyttu sér út sáu þau reyk út um allt,allir komust út og bráðlega fengum við að vita að eldur hafi kveiknað í vélinni í farangursrými.
Þetta var augljóslega sjokk fyrir alla og brátt var maður tekinn út úr vélinni,sögur segja að hann hafi átt kveikjara sem leit út eins og byssa og hafi hann byrjað eldinn,þá meina ég kveikjarinn ekki maðurinn.

Þessi saga er fullkomlega sönn,alveg,og ef þú trúir ekki þessu með síðasta atriðið þá geturu við tækifæri spurt eitthvern sem var farþegi í vél flugleiða frá Alicante - Reykjavík þann 27/7 1998 klukkan 5-6 að íslenkum tíma.

Takk Fyrir Mig ; Hrannar M.