Við ákváðum, nokkur saman að skella okkur til Benidorm í sumar, og ákváðum að líta á þessa nýju ferðaskrifstofu, Sumarferðir.is.
Þar sem að allt leit mjög vel út hjá þeim, bæði á heimasíðu þeirra og eins þegar við töluðum við forsvarsmenn þeirra í gegnum síma, ákváðum við að skella okkur á ferð frá þeim. Ekki skemmdi fyrir að verðið var töluvert lægra en hjá hinum ferðaskrifstofunum.
Við ákváðum því að fara á hótelið Gemelos 22.

Strax fyrsta kvöldið urðum við þó heldur betur svekkt! Á myndinni á heimasíðunni voru sýndir tveir turnar, hlið við hlið, sem voru að vísu á sínum stað. En við hafði bæst þriðji turninn, sem ekkert hafði verið getið um á síðunni! Og það vildi svo til að hann var hinum megin í garðinum! Og það vildi líka svo til að þrjú okkar fengu íbúð í turni nr.1 en hin fjögur í turni nr.3!

Hér ætla ég að vitna í heimasíðu sumarferða:

“Gemelos 22 er flaggskip Gemelos hótelkeðjunar, og er það nýjasta og jafnframt það skemmtilegasta í þeirra keðju. Allar íbúðirnar eru nýjar því hóteið verður fyrst í notkun í apríl á þessu ári.”

Samt sem áður er turn nr.3 ekkert nýtt hótel! Það er´gamalt hótel sem enn var verið að gera upp, og borhljóð og skemmtilegheit byrjuðu stundum fyrir kl. 9 á morgnana!

Þegar við vorum tvívegis búin að lenda í því að lyfturnar í turni 3 einfaldlega komu ekki, og við þurftum að ganga niður 20 hæðir í 30 stiga hita, kvörtuðum við við fararstjórana, og báðum um að fá að fara í byggingu 1 til vina okkar, þar sem það tæki þar að auki rúmar 10 mín. að komast yfir til hinna, ef að lyfturnar kæmu strax.
Eina boðið okkar þar var að þau máttu koma yfir í byggingu 3, sem að við afþökkuðum vinsamlegast.

Í íbúðinni okkar í turni 3 voru tvö svefnherbergi, og tvö baðherbergi. Annað baðherbergið var inni í hjónaherberginu, og það vildi þannig til að á hinu baðherberginu vantaði sturtuhengi, þannig að aðeins var möguleiki á að fara í sturtu inni í hjónaherbergi! Þvílíkt prívasí þar, sérstaklega þar sem ekki var lás inn í hjónaherbergi!

Svo var bara einn lykill að íbúðinni. Sniðugt þegar við erum fjögur í íbúð og viljum nú kannski ekki alltaf fara á sama stað! (sem varð nú raunin hvað eftir annað)
Það var nóg ef að maður vildi fara út í sundlaugargarð! (sem var nota bene langt frá byggingunni okkar) Því að þá VARÐ maður að hafa lykil ef maður var í byggingu 3.
Eina leiðin til að hringja á dyrabjölluna svo að þeir sem væru uppi gætu opnað, var að klifra yfir vegg, til að komast fyrir framan helvítis hótelið, en bakhliðin sneri að garðinum…

Við lentum því oftar en einu sinni í því að læsast úti, þar sem einhver annar var með lykilinn.
Þegar við höfðum margsinnis beðið fararstjórana um aukalykil án árangurs þurftum við að taka´upp á því að fela lykilinn úti, svo að hvert okkar sem kæmi fyrst heim á kvöldin eða nóttunni myndi pottþétt komast inn!
Ástæðan sem fararstjórarnir gáfu okkur fyrir að við fengum ekki annan lykiil, var sú að það væru miklu minni líkur á því að lykillinn týndist ef við hefðum aðeins einn. Því jújú, það eru auðvitað engar líkur á að hann týnist þegar hann er falinn!

Við urðum heldur betur fúl þegar við komumst að því að bæði ræstingarkonurnar og viðgerðarmennirnir voru með lykil að íbúðinni okkar, sérstaklega þar sem ekkert öryggishólf var á herberginu!

“Þrif á íbúðunum eru einu sinni á viku, og skipt á rúmum og handklæðum einu sinni á viku”

Jáááá….konurnar komu. Þær (án gríns) hentu inn handklæðum og hlupu út. Rúmin voru með sömu áklæðum allann tímann. Gólfin voru aldrei sópuð, hvað þá skúruð…

“Nýjar og glæsilegar íbúðir með frábærri staðsetningu, sem henta fjölskyldum einkar vel.”

Fjölskyldufólkið var nú síst ánægt með þetta hótel, amk það sem ég heyrði. Börnunum var bannað að leika sér með bolta og vindsængur í lauginni. Það mátti hafa vindsængurnar á bakkanum þar sem engir sólbekkir voru, en ekki í lauginni. Hvernig á að hafa ofan af fyrir krökkum í 2-3 vikur ef þau mega ekki einu sinni leika sér???

Allavega…þessi ferð var mjög fín…ef maður bara hugsar ekkert um hótelið eða þjónustuna… :)