Heil og sæl, ég ætla aðeins að skrifa um frábæru ferð mína til Þýskalands fyrir viku síðan.

Við, fjölskyldan lögðum af stað fimmtudaginn þann 17. júlí klukkan 8.30(búum í danmörku og keyrum þá;)

Við keyrðum í tæpa 2 tíma þartil við stoppuðum fyrst(klósettstopp) Þá var líka byrjað að vera ólíft í bílnum vegna hita, við lentum akkurat í því að fá rosa sólardag til þess að keyra í.

Það tók ekkert langan tíma að keyra niður að landamærunum, við vorum komin þangað klukkan 13.30 eða eftir tæpa 5 tíma.
Þá tók sko erfiði kaflinn við, sólin varð ennþá heitari eftir því sem lengra við keyrðum og aldrei eins og vant keyptum við okkur bíl ÁN loftkælingar, (maður hefði nú haldið að árgerð 97 væri með solleis en ó jæja)

Ferðin tók 11 og hálfan tíma, eitthvað um 1200 km enda vorum við að dóla okkur mestallan tímann og stoppuðum oft, við fórum rakleiðis í rúmið þegar við komum til vinahjóna foreldra minna.

Föstudagur:
Mest lítið var gert, slappað af vegna hitans enda um 44 gráður en um kvöldið kíktum við á svokallaða skothátíð þarsem var verið að afhenda bikara frá keppni sem var haldin í apríl.

Laugardagur:
Við lögðum snemma af stað til borgar sem heitir Cohberg.
Þar fórum við að skoða kastala frá miðöldum, rosa flottur en sama og á föstudeginum, allt of heitt!!
Eftir kastalaferðina fórum við að kaupa okkur ís og ákváðum svo að fara út að borða á veitingastað sem heitir Gullna Lambið.
Maturinn var hreint og beint frábær þar og mjög ódýr og vel útilátið. Eftir það fórum við heim og beint í rúmið eftir góðan dag.

Sunnudagur:
Það var næstum ólíft vegna hitans, um 54 gráður í sól(í alvöru) þannig að við ákváðum að fara í sund, hún opnaði aftur á móti ekki fyrr en á hádegi þannig að það var vel þegið þegar við komumst í hana:)) Við eyddum mestöllum deginum þar, eða til klukkan 7, fórum heim og klæddum okkur fyrir lokakvöldið á skothátíðinni.

Mánudagur:
Hitinn var að gera út af við alla þannig að það var bara setið inni og horft á sjónvarpið og verið í tölvunni.
Um kvöldið þá gerðist aftur á móti eitt fyndið.
Ég og Nightmare77 sváfum ekki inni í húsinu heldur úti í hjólhýsi vegna plássleysis.
Við förum út að sofa og erum að tala saman þegar allt í einu heyrist hljóð fyrir utan hjólhýsið eins og einhver sé að brjótast inn í það…….
Ég auðvitað stelpa, verð skíthrædd og hugsa fokkk síminn er batteríslaus og engin getur hjálpað okkur…..
Hljóðið var ógeðslega creeepy og var ég að deyja úr hræðslu en var samt að pæla hvort að foreldrar okkar væru að gera okkur grikk, Nightmare77 vissi það allan tíman(segir hann en ég er viss um að hann hafi orðið hræddur á tímabili)

Hljóðið kemur alltaf nær og nær eins og það væri verið að bora upp gluggana, en allt í einu kemur skrýtið hljóð, þá föttum við að það er verið að nota rakvél og kíkir Nightmare77 út um gluggann og ég opna út standa þá ekki foreldrar okkar úti með Scream grímu til að hræða úr okkur líftóruna.
Ég get sagt ykkur það að mér gekk ekkert voða vel að sofna eftir þetta.

Þriðjudagur:
Við fáum að vita það að þetta sem gerðist um kvöldið hefði verið lengi í bígerð og þau (foreldrar okkar) hefðu ekki látið sér nægja að hræða okkur heldur hefðu pabbar okkar sest á móti götunni með scream grímurnar á sér og lýst á þær með vasaljósi í hvert skipti sem bíll fór framhjá.

Við leggjum snemma af stað í tívolí, jibbbbbbííí, það var hreint og beint frábært í tívolíinu en við komumst ekki yfir það allt:(( Við rétt náðum að kíkja á apana og geiturnar áður en það lokaði og talandi um geiturnar þá átu þær pilsið mitt sem ég keypti mér 2 dögum áður:\'( eyðilögðu það á 2 stöðum og ég var ekkert að fatta það. Mamma sagði að þær hefðu greinilega haldið að ég væri með spena……….

Miðvikudagur:
Lögðum af stað til Nürnberg til að komast í Toys r\'us, mikið úrval af leikföngum og jafnvel hlutum fyrir okkur fullorðna fólkið, svo lentum við í einhverri annarri búð sem ég man ekki hvað heitir en hún var á 4 hæðum. Ég verð að viðurkenna það að ég hata að fara í búðir en vá þessi búð var sko með föt sem mér langaði í, keypti reyndar bara einn bol en hei, er að fara aftur eftir 2 vikur þannig að þá kaupi ég mér nóg;))

Fimmtudagur:
Við héngum bara heima þartil klukkan 15 og ákváðum að kíkja í eina búð áður en við færum heim daginn eftir.
Þar var sko mikið á góðu verði, keypti mér frábæra Nike skó á 3000 kr ísl og webcameru á aðeins 1500 kr. Það besta var að mamma og ég keyptum 2 buxur, 1 úlpu, 1 peysu, 1 bol, 20 sokka, batterí, uppþvottabursta, 3 nærföt fyrir aðeins 5500 kr ísl.

Föstudagur:
Var lagt af stað heim klukkan 7.30 :(( Við hefðum svo viljað vera lengur þarna, þetta var alveg frábært……
Ferðin tók miklu lengri tíma heldur en niður eftir enda var ólíft í bílnum og lentum við í teppu á autobananum í þýskalandi og villtumst inn í Hamborg(guði sé lof fyrir GPS)
Við komum upp að landamærunum klukkan 18, semsagt eftir 11 og hálfs tíma ferð. Upp við landamærin er búð sem allir fara í áður en þeir fara til Danmerkur aftur, til að kaupa bjór, gos og matvörur.
Við keyptum 6 kassa(6*24) af bjór og 2 af pepsi, svo eitthvað smá vín enda munar heilmiklu á verðinu þó að þetta sé býsna ódýrt í Danmörku.

Leiðin frá landamærunum tók miklu minni tíma, ekki nema 4 og vorum við komin heim klukkan 22, glöð og ánægð eftir gott frí.

Mæli með því að þið kíkið til þýskalands, þið munið ekki sjá eftir því og mér hlakkar mikið til eftir 14 daga að koma þangað aftur;)