
Á Norðurfirði fórum við í æðislegustu sundlaug í heimi. Sundlaugin er nánast í fjöruborðinu og úti fyrir sjást selir. Ekki amalegt útsýni það. Við tjölduðum í túnfæti við botn fjarðarins. Þar er sandfjara og sjórinn var alveg sléttur. Við ætluðum að fleyta kerlingar en ein galin kría lét okkur alls ekki í friði og á endanum gáfumst við upp á félagsskap þessarar kríu og snerum okkur að öðru. Að nægju var að hyggja og við ákváðum að slá upp grillveislu í góðviðrinu. Við fórum södd og sæl að sofa þetta kvöld. Næsta morgun var ferðinni heitið yfir Þorskafjarðarheiði og í Dalasýslu. í Haukadal heimsóttum við bæ Eiríks rauða og áttum hrátt hangiket. Síðan stefndum við á Laugar í Sælingsdal. Þar var synt og sprellað og farið í gönguferð. Þessi ferð var öll hin besta og á ég alltaf eftir að minnast hennar með mikilli gleði.
PS. Ég er líka búinn að skrifa kork um kríuna þetta á fuglar
Takk fyrir,
KV, 1950