Þetta sumar ákváðum við að vera dálítið á ferðinni og ákváðum að fara til Ölands og Gotlands. Við keyrðum af stað í gamla bílnum þeirra sem er pínulítl Ferosa jepplingur.(ef þetta skildi nú kallast jeppi). Fyrst var ferðinni hétið til Kalmar, sem er lítill bær vestan við eyjurnar (Öland og Gotland). Þar gistum við í svona vikur í pínulitlu dúkkuhúsi. Og þegar ég segi dúkkuhús þá er ég ekki að joka! Þetta var svona pínulítið sænskt sumarhús. Eitt eldhús, eitt baðherbrgi og koja, svefnsófi, sjónvarp og STURTA VAR ÚTI!!!!!! Ástæðan fyrir því að við vorum þarna í viku er sú að pabbi minn og konan hans voru aðein í vinnu þarna.(þau eru bæði yfir-læknar/deildastjórar).. Jæja en á meðan þau 2. voru að vinna sátum ég og litla systir mín ekki hlutlausar heima. Við fórum í einn skemmtilegasta dýragarðstívolí (svona tívolí og Dýragarður í einu)Þetta er allveg flippað skemmtilegur staður!
Eitt kvöldið var okkur svo boðið í mat til kunningja okkar sem við höfum þekkt mjög lengi.
Jæja ég þyrfti eiginlega að skrifa heila ritgerð um húsið þeirra en þá yrðu allir pirraðir og enginn myndi nenna að lesa þetta lengur. En ég ætla samt að reyna þetta. Fyrst þegar þú ert að koma að húsinu þarftu að keyra langan og beinann stíg. Þá kemuru að stóru hliði sem þú þarft að hringja böllu til þess að þú komist inn. Jæja þegar þú ert komin gegnum stóra hliðið þarftu að keyra hringtorg upp að húsinu (þetta er eins og í bíómynd) Húsið þeirra er á tveimur hæðum og þau búa þarna bara 4. Hvert var ég nú komin??? Eh JÁ! Svo var ekki um neitt annað að ræða nema banka á stórar þykkar kastaladyr utan á húsinu þeirra og bíða eftir að einhver hleypti okkur inn. Við þurftum ekki að bíða lengi þar til vinkona okkar kom til dyra. Og þvílík dýrð þarna inni!!!!!
Það var mjög hátt til lofts, rauður dreglill niður eftir stórum stiga sem er beinnt á móti útidyra hurðinni, gömul málverk á veggjunum og stórir speglar. Hjónin sýndu okkur húsið og það er DÝRLEIGT. þau hafa meira að segja sitt eigið bókasafn þar sem að eru stigar á hjólum til að ferðast með á milli hillanna. Ef þú ferð inn í stofuna þeirra eru stórir gluggar frá jörðinni og næstum upp í loft. Þar geturu séð yfir stóra hestagarðinn þeirra, Eden matjurtar garðin þeirra og þar að auki lítill kofa sem þau rækta hunang í. Mér leið eins og prinsessu! Húsið var svo fallegt og fjölskyldan sem býr í því er svo yndæl. En nóg af húsinu. Við skemmtum okkur konunglega þetta kvöld og bökuðum pizzu, átum pizzuna, kemdum hestunum, fengum hunang og enduðum kvöldið á geggjað skemmtilegu karókí keppni! Auðvitað vann litla systir mín þar sem hún hafði sungið eftir öllum diskunum sem hún fann af Britney spears og co! En svo koma að því að þessi vika leið á nda og það var kominn tími til að pakka saman dótinu okkar og yfirgefa dúkkuhúsið. En audda er heppnin alltaf með okkur svo á leiðinni frá Ölandi lentum við í 2-3 kl.bið af því að það stopp í umferðinni. Krón prinsessan Vicktoria átti 25.ára afmæli og hélt akkúrat upp á það rétt hjá þar sem við höfðum verið.
En síðan var tekin ferjan til Gotlands. Þetta var nú engin lúxussnekkja en mér fannst hún flott. Hún var á 12 hæðum með 2.bíósölum og nokkrum veitingastöðum. Jæja við þurftum að sofa þarna yfir nóttina. Við festum síðan landfestar á strendum Gotlands klukka rúmlega 6 um morguninn. Þar sem íbúðin sem við áttum á fá var ekki tilbúin urðum við að vera eikkað að þvælast í bænum til klukkan 3 um hádegi. Það fyrsta sem ég gerði þegar við komum var að hlaupa inn, finna besta plássið í húsinu (audda tók ég stærsta herbergið með hjónarúmi og alles) og leggja mig síðan í 3 tíma. Þá var komin tími til að dröslast á fætur setja einhverja málingu í andlitið á sér og fara út að borða. Við fórum á allveg gasalega flottan stað. Meðan við biðum svo eftir matnum fórum ég og litla systir mín aðeins út til að drepa tímann. Við löbbuðum heim að stórum gosbrunni sem var þarna beinnt fyrir utan. Ég settist audda bara á bakkan meðan ég fylgtist með henni labba hring eftir hring á gosbrunns barminum. Ég leit aðeins inn til að chekka hvort maturinn væri kominn og svo var. Þegar ég var nýkomin út til að kalla á systurina var það fyrsta sem ég heyrði: SPLHATS!!!!! Hún hafði runnið til og dottið beinnt á rassin í gosbrunninn. Við hlógum ábyggilega í um 2.min aður en okkur mer datt í hug að hjalpa henni á fætur. Þegar við komum aftur inn hlógu nákvæmlega allir! Þjónustu fólkið flýtti sér að sækja teppi og aumingja systir mín varð að sitja á nærbuxunum einum með teppi vafið um sig á meðan starfsfólkið þurkaði fötin hennar. En þegar líða fór að kveldi var kominn tími til að fara heim. Það hafði verið svo heitt allan daginn að við vorum labbandi. En eins og flestir ættu að vita er systir mín allt annað en heppin og í þetta skipti gekk hún beinnt á eina ljósastaurinn á öllu torginu. Audda fannst mér þetta svo fyndið að ég hlóg eins og tröllskessa. Eikkað í þennan dúr: MUAHAHHAHAH…. En þegar það var farin að myndast lítil kúla á enninu hennar lokaði ég kjaftinum því hún byrjaði að grenja. Hún reyndi að muldra eikkað meðan tárin runnu niður en ég skildi ekki brot af því sem hún sagði nema:…best sem síðast hlær! Við skemmtum okkur yndislega þarna næstu daganna og fengum aldrei nóg af því að kaupa kaupa kaupa kaupa! Eitt milt sumar kvöld ákváðum við svo að fara aftur út að borða. Í þetta skipti fórum við á grískan stað. Ummmmm þetta var rosalega góður matur. Svo um kvödið var orðið frekar kalt í veðri svo við ákváum að keyra af stað heim. En okkur brá geggt mikið þegar við föttuðum
það að við vorum læst úti. Klukkan var eikkað um hálf eitt og allir í húsinu farnir að sofa. NOOOOOOO!!!! jæja við vorum þó með símanúmerið hjá konunni sem átti íbúðina. Hún var í einhverju partýi svo hún komst ekki með lyklana fyrr en næsta dag. Það var bara einn staður að ræða um til að sofa! og það var pínu litli bíllinn! Þessi bíll er svo lítill að hann er ekki nema með 4. sætir og eitt skott. og Audda var ég látin liggja í skottinu meðan systir mín hafði alla aftari röðina fyrir sig. Djö marr…. Þetta var sfenlaus og ísköld nótt. Ég lá í hnipri mest allan tímann til að halda á mér hita. Svo fórum við á fætur klukkan um sex um morguninn. Þá var brunað á næstu bensínstöð til að fara á klóið og kaupa okkur heitt kakó og samlokur. Ahh hvað það var gott að halda utan um kakó bollan til að á smá hlýgju í kroppinn.
Þar sem ég er nú óttalegur hrekkjalómur og með kaldhænðislegann húmor áhvað ég að stríða litlu systur minni aðeins. Æji þið kannist við þetta, alltaf að atast í þeim yngri. Í þetta skipti datt mér í hug að láta hana fara í hláturskast meðan hún væri að drekka. En auðvitað virkaði litla bölvuninn hennar sem hún hafði lagt á mig kveldið sem hún gekk á ljósa staur. Þetta uml um sá hlær best sem síðast hlær. Og ég fékk allt sjóðandi heitt kakóið hennar yfir mig. Þetta var rosa þægilegt vegna hitans þar til þetta rann í gegnum fötinn og húðin á mér byrjaði að roðna og svíða. Þannig var nú það! Konan kom og lét okkur fá lykla við komumst inn og það fyrsta sem ég gerði var að fara í volgt bað (ég hafði fengið nóg af heitu vatni) og beinnt upp í rúm þar sem ég gat breitt úr mér!
Svo var kominn tími til að leggja af stað heim í Skövde þar sem við búum. En enginn getur farið frá Gotlandi án þess að hafa komið við í stærstu ísbúð í evrópu. Nammi nammi namm….! Þarna inni voru um 5.000 tegundir af ís og sósum. Við fengum okkur öll sitthvort banana spilltið. En audda missti systir min sitt á hvolf í gólfið. En þetta reddaðist nú þannig að hún fékk annan ís.
Þetta var nú smá ferðasaga sem ég vildi deila með ykkur!
Ég mælið með því að fara svona þegar þið eruð í Svíþjóð.
En ég vara ykkur við ekki keyra um á lítili Ferosa!!!!
Kv.Boomact ;)
And let me tell you, she is not the brightest bulb in the tanning bed!