Ég hafði aldrei flogið með þessu flugfélagi áður og þar sem maður veður ekki í peningum var fínt að prófa að ferðast með þeim. Þetta byrjaði með því að ég mætti uppá flugvöll bara með nokkra stafa bókunarnúmer í kollinum svo ég bjóst við þvi að þetta yrði eitthvað vesen og tæki sinn tíma. Nei viti menn stúlkan biður bara um vegabréfið og meira þurfti ég ekki að gera. Hún biður mig að velja hvar ég vill sitja og það var minnsta mál. Allt gekk eins og í sögu. Í vélinni var ekki troðið og það var nóg pláss t.d enginn var við hliðina á mér. Áhöfnin var vingjarnleg og var ætið tilbúið að aðstoða mann ef þess þurfti. Flugið gekk vel og von bráðar var ég kominn til Englands nánar tiltekið Stansted.
Þegar ákveðið var að fara heim var bara farið á veraldarvefinn og fundið sér dag sem hentaði og pantað far. Gekk allt mjög vel. á Stansted var lítið sem ekkert mál að innrita sig bara vegabréf og bókunarnúmer. Áhöfnin var hin besta og vissi alveg hvað það var að gera. Mikill kuldi var þar sem ég sat og mörgum var ansi kalt þar á meðal fannst áhöfninni líka vel kalt. Minsta mál var að fá teppi og ég hélt á tímabili að það væri endalaust af teppum því Flugfreyjurnar og þjónarnir gengu með teppin og voru ætíð að bjóða fólki teppin. Sala á tollfrjálsum vörum og eitthverju mat gekk vel og ekkert er hægt að setja út á það. Flugstjórarnir voru skírir og tókst að fljúga mjög vel þrátt fyrir leiðinlegt veður á kafla.
Að lokum fengu svo allir gjöf frá Bláa Lóninu með smá kynningu og upplýsingum. Ég vill bara þakka fyrir ódýrt og gott flug og það er pottþétt að ég mun fljúga með þeim ef ég mun halda til Danmerkur eða Englands.
þeir sem hafa reynslu af því að fljúga með þeim er velkomið að leyfa okkur hinum að lesa og ég vona bara að sem flestir fljúga með þessu flugfélagi því við þurftum nauðsynlega að fá samkeppni í flugfargjöldin. Betra seint en aldrei :) Höldum Iceland Express gangandi og verslum við þá ! ! !
kv Viktor Má
ég Geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn…..