Fyrir stuttu fór ég til Krítar. Ég var spenntur í heila viku áður, Þegar ég kom á flugvöllin þurfti mamma að fara til einhvers manns sem var á flugvellinum og fá vegabréf handa mér og bróður mínum. Það var meira vesenið þurftum að bíða að minnsta kosti klst. eftir því. Eftir það fórum við í fríhöfnina og keyptum fullt að allskonar dóti, mat og nammi. Svo þegar við ætluðum að fara að bíða eftir að geta komist í flugvélina. Þá var nátturlega seinkun um 1 klst. Við biðum og biðum þangað til að það mátti fara inn. Þegar við vorum komin inn í flugvélina var það æðislega fínt og spennandi, enda fyrsta skiptið mitt til útlanda. Við keyptum ekkert nema pínulitlar m&m tölvur handa mér og bróðir mínum. Þegar við komum fórum við í rútu í skoðunar ferð í Krít. Eftir það fórum við upp á hótel. Um kvöldið fórum við á matsölustað sem var hliðina á hótelinu. Ég fékk mér kebak með sítrónusafa það var mjög gott svo fór ég aftur upp á hótel og fór að sofa. Sjöunda daginn fór ég á mjög litla strönd, sem ég sá loðinn ógeðslegann krabba, ég þaut upp úr og kom aldrei framar á þessa strönd. Svo gerðist margt fleira sem ykkur langar örugglega ekkert að heyra um, það væri eins og ég væri biluð plata og myndi endurtaka allt því kvöldin voru næstum öll eins og jafn skemmtileg ;).
Takk fyrir
Kveðja, sopranos