Bútan er í Suður-Asíu, í suðausturhluta Himalajafjalla. Nágrannaríkin eru Indland og Kínverska alþýðulýðveldið (Tíbet). Heildarflatarmál er 47.000 km².
Flestir íbúanna eru Bútanar (60%; Bhotia og Lhopa) og Nepalar (25%). Shartshop, Leptsha og Indverjar eru í minnihluta. Heildaríbúafjöldi er u.þ.b. 1,4 milljónir og fjölgun á ári nálægt 2,2%. Lífslíkur eru u.þ.b. 44 ár. Ólæsi er 90%. Dsongha er opinbert tungumál Bútan. Minnihlutahópar tala bumthangha, shartshopkha og nepölsku. Enska breiðist stöðugt út. Landið er sjálfstætt konungsríki.
Árið 1949 var gerður vináttusáttmáli við Indverja, sem hafa áhrif á utanríkismál landsins. Landið er stjórnarskrárbundið konungsríki, sem gengur í erfðir. Stjórnarformið byggist á þjóðþingi (löggjöf), ríkisstjórn og konungsráði (framkvæmdavald). Konungurinn er þjóðhöfðingi en hann heitir Jigme Singye Wangchuck.Landinu er skipt í 18 héruð, sem hvert um sig hefur landstjóra. Höfuðborgin er Thimbu; 20þ. Íb. og næststærsta borgin heitir Phuntsholing (20þ.). Landið er hálent og skiptist í fjögur aðalsvæði: Duar-héraðið í suður-hlutanum er áglendi, sem hækkar upp í 1500 m. Inni í landi eru útverðir Himalajafjalla (2000-5000 m) með breiðum dölum (1500-2800 m), sem liggja frá norðri til suðurs. Nyrst er jöklasvæði Himalajafjalla með tindum, sem ná yfir 7500 m hæð yfir sjó. 75% þjóðarinnar erru Búddhatrúar en 25% eru hindúar. Gjaldmiðillinn heitir Ngultrum.
Þetta er pistill sem ég gerði í skólanum.