Ástralía er minnsta meginlandið af þeim sjö . En meginlöndin eru Evrópa, Asía, Suður-Ameríka, Norður-Ameríka, Afríka, Suðurskautslandið og Ástralía. Ástralía er hluti af eyjaálfu en hún er langstærsti hlutinn, auk Ástralíu telst Nýja Sjáland og eyjaklasarnir Melanesía, Míkrónesía og Pólýnesía til Eyjaálfunnar. Syðst í Ástralíu er Miðjarðarhafsloftslag, í miðhlutanum er mjög þurrt loftslag sem veldur því að stór hluti þar er eyðimörk og að lokum nyrst í Ástralíu er hitabeltisloftslag en útaf því er meiri úrkoma á nyrðri hluta Ástralíu. Höfuðborg Ástralíu heitir Canberra og er í grennd við hæsta tind Ástralíu sem er 2231 metri á hæð en það heitir Mount Kosciusko. Í Ástralíu eru alltaf vetraíþróttirnar stundaðar í júní til ágústs en þá er vetur þar en sumar á Íslandi. Stærsta og í rauninni eina stóra áin í Ástralíu heitir Murray. Árið 1788 settust fyrstu Evrópubúarnir að í Ástralíu, en áður en þeir komu var Ástralía eingöngu byggt frumbyggjum eða réttara sagt Ástralíusvertingjum. Síðan að Evrópubúarnir komu hefur frumbyggjum fækkað úr 700.000 niður í 150.000 en það er litið á þá sem annars flokks borgara borgara. Á Ástralíu býr mikill meirihluti innflytjenda en á hverju ári flytja mjög margir innflytjendur til Ástralíu eða yfir 100.000. Inn flytjendur eru oftast annaðhvort frá Evrópu eða Asíu. Íbúafjöldi Ástralíu er mjög lítill miðað við stærð þess og hin meginlöndin. Íbúafjöldi Ástralíu er um 19 milljónir. Í Afríku búa um 818 milljónir, í Evrópu um 730 milljónir, í Asíu um 3 og hálfur milljarður og í Suður-Ameríku og Norður-Ameríku búa samanlagt um 800 milljónir. Ástralía er mjög strjálbýlt land eins og gefið hefur til kynna. Í austri, suðaustri og suðvestri Ástralíu býr mest allt fólkið vegna þess að þar er vætusamara. Í suðaustri Ástralíu eru tvær stærstu borgirnar en þær heita Sydney og Melbourne. Þær hýsa báðar 3 milljónir hvorar. Annars staðar í Ástralíu er afar strjálbýlt en þar lifir fólk aðallega á búfjárrækt. Í Suður-Ástralíu er aðallega ræktað hveiti en mikill hluti uppskerunnar er fluttur út. Ástralía er mjög auðugt af ýmsum jarðefnum t.d. jarðgasi og olíu. Í Ástralíu er víða unnið báxít en það er notað til álvinnslu og þess má geta að Ástralía er þá eitt af þeim löndum sem að stunda áliðnað.
Heimildir: Landafræði handa unglingum 2 og Alfræðibók AB.