Sumarið 2000 fór ég til strandbæjarins Salou á Spáni. Ég fór í endan Júlí, þá var hitinn um 33-39 gráður C. Fjölskyldan fór með ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól og var ekkert til að kvarta um.
Við gistum á 4. stjörnu hótelinu Blau Mar Sem er beint á móti Ströndinni. Þetta hótel er glæslilegt með stórum sundlaugargarði með öllu tilheyrandi. það eru tveir mjög góðir veitingastaðir á hótelinu ásamt kaffiteríu.
Við fjölskyldan fórum oft á ströndina. Þar var aldrei rusl, ógeð eða neitt þannig. allt var tandurhreint. við eyddum oft klukkutímum saman í sólbaði, leika okkur á sjónum. stundum leigðum við hjólabát og það var ódýrt og gaman.
Ekki má gleyma Skemmtigarðinum Port Aventura sem er í eigu Universal Studio. þegar við fórum var ekki komin stóri vatnsrennibrautagarðurinn sem er við hliðin á. Við eyddum öllum deginum í þessum garði. fjölda tækja eru í garðinum og mörg ‘'show’' líka. Þetta var hin mesta skemmtun og mæli ég eindregið með þessum garði. Stutt er að fara og er hægt að taka rútu.
Við fórum líka í stóran flottan vatnsrennibrautargarð, Aquapolis. Hann er me'ð fullt af stórum rennibrautum og góðri sólbaðsaðstöðu.
Þetta er líka góður barnagarðue því sér pláss er í garðinum með littlar rennibrautir fyrir yngstu kynslóðina.
Þetta frí verður ógleymanlegt, og erum við fjölskyldan að spá að fara aftur í sumar.