Hæ Hugar.
Þannig er að ég er í örlítlu basli, þannig er að ég er með stelpu frá Þýskalandi sem er alveg hrikalega erfitt, því hún er nýfarin heim til sín og kemur ekki aftur fyrr en í Ágúst. En það er ekki söknuður og sálarangist mín yfir að þurfa að bíða svona lengi eftir henni sem ég ætlaði að ergja ykkur með heldur er það þannig að ég lofaði henni að þegar hún kæmi aftur myndum við fara í ferðalag í kringum Ísland… sem sagt hringinn. Nú hef ég aldrei farið blessaðan hringinn, lengsta sem ég hef komið er á Akureyri of svo Höfn í Hornafirði, Þannig að mig vantar góðar uppástungur um áhugaverða staði í kringum landið. Það eru nokrir staði sem ég hef í huga meðal annars Dimmuborgir, Skaftafell og Seljalandsfoss. En mig vantar að fá ábendingar um góða staði.
Með fyrir fram þökk…
————–