Sæll.
Þú hefur nú misst af miklu ef þú hefur ekkif arið hringinn í kringum landið. En fyrsta spurningin er auðvitað sú að ertu að fara í tjaldútilegu eða eitthvað þannig, ertu að fara að grista á farfuglaheimilum og bændagistingum eða ætlaru að keyra þetta á einni helgi og sofa í bílnum? Ég reikna með að þú sért að fara í tjaldútilegu, annaðhvort með kúlutjald, tjaldvagna, fellihýsi eða eitthvað í þá áttina. Númer eitt, tvö og tíu er að fara í Þórsmörk! Þú kemst ekki þangað á fólksbíl og ég mæli ekki með að þú farir þangað á einum bíl ef þú hefur ekki gert það áður. En þangað fara rútur á hverjum degi allt sumarið svo að það ætti ekki að vera vandamál. Það er líka hægt að keyra á Hvolsvöll, taka rútu þar, kom svo aftur eftir svona 3 daga og halda áfram hringinn. Ef peningar eru ekki vandamál, þá þarftu að fara í Vík í Mýrdal. Þar er hægt að fara í ferð á hjólabát út á sjó og skoða þrídrangana. Svo að við förum bara hringinn er um að gera fara í Skaftafell eins og þú nefndir, Jökulsárlón við Breiðamerkurjökul, Hallormstaðarskóg( helst gista þar ), Ásbyrgi( það er MUST! ), Mývatn, Hóla í Hjaltadal, Reykholt svo eitthvað sé nefnt.
Nú ef þú ert á jeppa eða ætlar í rútuferð, þá mydni ég fara upp á hálendið. S. og N. Fjallabak ss. Landmannalaugar, Eldgjá ofl. Ég myndi líka kíkja inn í Skælinga og Strútslaug. Það er endalaust af stöðum á hálendinu sem hægt er að heimsækja. Ef þið hafið nógan tíma og dágóðan pening þá legg ég til að þið byrjið á hálendinu, farið svo Kjalveg eða Sprengisand norður í land. Svo er um að gera að skoða Herðubreið, Herðubreiðarlindir, Öskju, Kárahnjúka, Kverkfjöll og fleirri góða staði á norður hálendinu. En þetta eru ekki staðir fyrir alla að fara á. Þess vegna bendi ég á ferðaskrifstofur.
Svo má ekki gleyma gullhringnum eða Gullfossi og Geysi, það er auðvitað ómissandi. En það eru alltof margir staðir sem hægt er að skoða á Íslandi til þess að fara að nefna þá alla hér.
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian