Hér á akureyri er buin að vera lítill snjór eginlega enginn. En um jól brutu vaskir menn ísin og fóru upp á hlíðarfjall með því að keyra upp í grasi og drullu frá skíðasvæðinu. Þetta er strangt tiltekið ekki leyfilegt en þetta var svosem í lagi því hvergi var hægt að komast á sleða.
Þetta gekk allt mjög vel fólk var ekkert að spæna upp brekkunum bara fóru sömu leið upp vegin og í snjóin sem byrjar við enda strýtubrautarinnar. Og þaðan uppá topp og þar er allt troðið af snjó.
Svo nú í gær heirði ég þær fréttir að eithvað fífl hafi spólað á færibandinu á nýju stólalyftuni okkar. Og það á nögglum ;/ þetta er að sjálfsögðu eitt það heimskulegasta sem ég veit um. Það hefði ekki verið neitt fyrir Guðmund karl (mjög fínn maður) sem er “bossin í hlíðafjalli” að loka þessu algerlega. En nú er þetta alveg búið ég hef ekki heyrt að neinn hafi viðurkennt verkanðin en þetta er gríðarlegt tjón. En mér fynnst það skipta minna máli miðið við mannin sem framdi þetta. Hepf ekki vildi ég vera í hanns sporum.
Ef einhver hefur einhverja vitneskju um málið vinsamlegast hringið á skrifstofu akureyrarbæjar. Eða lögregluna.