Kína Það væri gaman að skreppa til kína og sjá svona allt öðruvísi menningu og læra sögu ladsins og upplýsingar þið getið byrjað hér:

Á kínversku: Zhonghua Renmin Gongheguo
Flatarmál: 9.596.960 km2
Landamæri: 22.143 km
Strandlengja: 14.500 km
Á þessari síðu:


Flatarmál í heild 9.600.000 km2
100,0 %

Vatn 270.000 km2
2,8 %

Skógur 1.340.000 km2
14,0 %

Land til ræktunar *) 960.000 km2
10,0 %

Áveitusvæði 49.000 km2
0,5 %

*) tæplega helmingur er graslendi


Íbúar
1.236.914.658 (áætlun í júlí 1998)

Aldursdreifing:
0-14 ára: 26%
15-64 ára: 68%
65+: 6%

Íbúafjölgun: 0,83%
Fæðingar: 16 á hverja 1.000 íbúa
Dauðsföll: 7 á hverja 1.000 íbúa


Ungbarnadauði

45 á hver 1.000 börn fædd lifandi


Lífslíkur

- Meðaltal: 69.6 ár
- Karlar: 68,3
- Konur: 71.0


Fæðingartíðni

1,8 fæðing á hverja konu.


Lestur

82% þeirra sem náð hafa 15 ára aldri eru læsir.


Vinnuafl

- Landbúnaður 53 %
- Námugröftur 7 %
- Iðnaður 26 %
- Þjónusta 14 %


Tíbet

Þróunaraðstoð Kínverja við Tíbet árið1998: 45,0 milljarðar króna.
Kína notar timbur og steinefni frá Tíbet að virði u.þ.b. 45 milljarða ísl. króna árlega.
Hagvöxtur í Tíbet 1990-94: 10%
Fjöldi skóla í Tíbet
1950: 0
1998: 4.000 + 3 háskólar
Íbúafjöldi: 2,0 milljónir Tíbeta. 0.4 milljónir Kínverja.


Stærstu þjóðarbrot í Kína


Íbúar Kína. Tölurnar segja til um íbúafjölda í milljónum.
Úr „Geografi - fag og undervisning“. Geografforlaget 1999

94% af íbúum Kína búa í austurhluta landsins. Aðeins 6% búa í Vestur-Kína en þar er hins vegar að finna helstu náttúruauðæfin.

Han-kínverjar: 93%
Ættbálkar: 2%
Tyrknesk þjóðarbrot (Uighur): 1%
Mongólar: 1%
Tíbetar: 1%
Aðrir ( u.þ.b. 51 þjóðarbrot) : 2%


Stíflan við Gljúfrin þrjú


Áætlað uppistöðulón eftir að stíflan hefur verið byggð.
Úr„Geografi - fag og undervisning“. Geografforlaget 1999.

Áætlaður byggingartími 1994 - 2009
Chang Jiang (áður Yangtze Kiang) þýðir „Fljótið langa“. 5.900 km.
80% af vöruflutningum á ám og vötnum í Kína eru á fljótinu, skurðum tengdum því og ám sem renna í það.
40% af landbúnaðar- og iðnaðarframleiðslu fer fram á vatnasvæði fljótsins. Þar búa 350 milljónir manna.
Við mynni fljótsins er vatnsmagnið að meðaltali 35.000 m3 á sekúndu.
Á tímabilinu júní - október (sumarmonsún) er vatnsmagnið um 90.000 m3 á sekúndu
Gljúfrin þrjú eru samtals 200 km löng.
Fallhæðin er 120 metrar.
Breidd stíflunnar er 924 metrar.
Túrbínurnar 26 eiga að framleiða 13.000 MW (stærsta virkjun í heimi) . Stærsta vatnsaflsvirkjun í Svíþjóð (Harsprånget) framleiðir 940 MW.
Aflframleiðsla mun árlega svara til þess að brennd séu 45 milljónir tonna af kolum. Stærsta kjarnorkuver Svíþjóðar framleiðir sem nemur 3.500 MW.
Kostir stíflunnar: Vatnsorkan framleiðir rafmagn til iðnaðar. Skapar atvinnu. Dregur úr koltvísýringsmengun. Dregur úr flóðahættu. (Árið 1994 létust 30.000 manns þegar áin Chang Jiang flæddi yfir bakka sína).
Ókostir við stífluna: 1,3 milljónir manna þurfa að flytja (nauðugir) frá svæðinu þar sem uppistöðulónið verður. Botnfall mun nema um 600 milljónum tonna á ári. Við það mun vatnsyfirborðið hækka og hugsanlega truflast orkuframleiðslan. Botnfallið var áður mikilvægur áburður á akrana meðfram fljótsbökkunum.


Umhverfi

Gífurleg mengun á sér stað vegna þess hve miklu er brennt af steinkolum, einnig í ofnum og eldavélum á heimilunum. Brennisteinsdíoxíð og kolaryk í loftinu eykur hættu á súru regni sem m.a. eyðileggur skóga og vötn.
Mikill fjöldi íbúanna hefur ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni, m.a. vegna þess að vatnsnotkun í iðnaði eykst og iðnaðurinn mengar uppistöðulónin.
Bílaeign eykst um 20% á ári.
Minna en 10% af klóakvatni er hreinsað.
Skóglendi minnkar vegna súra regnsins.
1/5 hluti ræktanlegs lands hefur horfið vegna uppblásturs og uppbyggingar borgarsvæða síðan 1949.
Eyðimörkin í norðri færist suður á bóginn.


Margir munnar að metta

Íbúafjöldi: 1.225 milljónir. 15 milljón fæðingar árlega.
Í Kína er íbúafjöldi mestur í heiminum en þaðan koma aðeins 2,8% af framleiðslu heimsins.
Þjóðarframleiðslan (GNP) nam árið 1996 aðeins 625$ á mann.
Fólksfjöldi er gífurlegur í austurhéruðum Kína.
Samkvæmt gömlum hefðum var gott að eiga mörg börn, einkum syni. Það er sama viðhorf og ríkir í mörgum þróunarlöndum nú á tímum. Mao Zedong, sem var leiðtogi Kína frá árinu 1949, taldi líka að stórar fjölskyldur og margir íbúar væri helsta auðlind Kína. En hvernig á að veita svona mörgu fólki menntun og sjá til þess að það hafi vinnu og mat?
Breytingin frá hefðbundnum aðferðum í landbúnaði til nútímaaðferða í landbúnaði og iðnaði hefur orðið til þess að auka atvinnuleysi.
Landbúnaðarframleiðsla minnkaði mikið meðan á menningarbyltingunni stóð.


Aðgerðir stjórnvalda til að draga úr fólksfjölgun

Eitt barn á fjölskyldu: Frá árinu1980 fengu foreldrar sem eiga aðeins eitt barn ýmis hlunnindi, t.d. ókeypis húsnæði og skóla. Foreldrar, sem áttu fleiri börn en eitt, urðu að borga sjálf. Þessi stefna var rekin í borgunum en í sveitunum vildu bændur áfram eiga mörg börn af því að þau voru mikilvægt vinnuafl. Frá árinu 1988 hafa fjölskyldur í sveitum mátt eignast tvö börn - þrjú ef tvö þau eldri voru stúlkur. Einbirnisstefnan gildir ekki fyrir minnihlutahópa.
Hærri giftingaraldur: Karlar mega ekki ganga í hjónaband fyrr en þeir eru 22 ára en konur mega giftast tvítugar. Það þykir afar óheppilegt að eignast barn utan hjónabands. Þess vegna er mikið um löglegar fóstureyðingar.
Yfirráð yfir jaðarsvæðum, t.d. Tíbet og nauðungarflutningar Kínverja á þau svæði.
Markaðsstefna: Einstaklingar fjárfesta í fyrirtækjum og fá hagnað af gróða þeirra. Eigendur krefjast því aukinnar framleiðni af stjórnendum og starfsfólki. Þetta viðhorf er framandi í Kína þar sem fólk hefur haft mjög frjálsleg viðhorf þar sem vinna er annars vegar.
Aukin landbúnaðarframleiðsla og einnig innflutningur á matvælum.
Frjáls markaður fyrir landbúnaðarvörur. Bændur verða nú sjálfir að koma vörum sínum á markað í borgunum, beint til neytenda þar. Þeir hafa betri tekjur og geta því fjárfest í betri vélakosti sem eykur framleiðsluna. Þetta kemur sér best fyrir bændur í nágrenni borganna.





Loftslag. Landið nær yfir mörg loftslagsbelti. Vetur eru kaldir í norðausturhlutanum. Í Mið-Asíuhlutanum eru þurrar eyðimerkur. Í suðurhlutanum, við jaðar hitabeltisins, ríkja monsúnvindar með mikilli úrkomu og hita á sumrin. Úrkoman er sveiflukennd. Hin síðari ár hefur verið komið í veg fyrir flóð og þurrka með byggingu stíflugarða.
Íbúarnir. Meirihluti íbúanna eru Han-kínverjar (94%). Minnihlutann skipa m.a.: Chang, hui, uigurar, yi miao, Tíbetar, mongólar, mandshu, Kóreumenn, jao og dong. Heildaríbúafjöldi er rúmlega 1,2 milljarðar (1995). Fólksfjölgun er 1,4% á ári. Lífslíkur eru 67 ár. Ólæsi er u.þ.b. 32%. Vinnuaflið er u.þ.b. 650 milljónir. Langflest vinnandi fólk starfar í landbúnaði.
Trúarbrögð. Konfúsíusmus, búddatrú, taotrú. Islamskir og kristnir minnihlutahópar. Lamatrú í Tíbet.
Tungumál. Aðaltungan er kínverska (hákínverska), sem greinist í aragrúa mállýzkna. Í fylkjum, sem hafa heimastjórn, eru tungumál þjóðflokka líka opinber. Hinn 1. janúar 1979 var pinyin-umritunin tekin upp.
Ríkið. Mao Tse-tung lýsti yfir stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins hinn 1. oktober 1949 (Tshiang Kai-shek flúði til Taiwan). Samkvæmt stjórnarskránni frá 1982 er landið alþýðulýðveldi byggt á sósíalisma, lýðræði fólksins í anda marxisma, leninisma og maoisma, undir stjórn kommúnistaflokksins. Þjóðþingið er löggjafarþing, sem starfar í einni deild. Fastanefnd þingsins gegnir hlutverki þjóðhöfðingja. Ríkisráð (miðstjórn og framkvæmdastjórn) starfar undir stjórn forsætisráðherra.
Stærsti stjórnmálaflokkur landsins er Kommúnistaflokkur Kína með 40 milljónir félaga. Auk hans starfa nokkrir aðrir flokkar, sem eru algerlega áhrifalausir.
Alþjóðastofnanir, sem Kína á aðild að: S.þ. og ýmsar sérstofnanir þeirra og sérsamningur við Evrópusambandið síðan 1975.
Stjórnsýsla. Stjórnsvæði landsins eru Peking, Tientsin, Shanghai, 21 hérað og 5 heimastjórnarfylki. Héruðin og fylkin skiptast í sýslur og hreppa.
Borgir. Höfuðborgin er Beijing (Stór-Peking = 11 millj. íb.). Aðrar stórborgir: Shanghai (12), Tianjin (8), Chongqing (7), Wuhan (6,2), Guangzhou (Kanton; 5), Lüda (fyrrum Port Arthur/Dairen; 5), Shenyang (fyrrum Mukden; 4,5), Chengdu (4), Nanjing (3), Harbin (2,5), Qinhuangdao (2,5), Changsha (2,5), Xian (2,5), Qingdao (2), Lanzhou (2), Taiyuan (2), Kunming (fyrrum Yünnan; 1,8), Zhengzhou (1,6), Changchun (1,5), Jinan (1,5), Baotou (1,5), Fushun (1), Anshan (1), Lhasa (200þ.).
ATVINNUVEGIR
Landbúnaðarafurðir: Hrísgrjón, maís, hveiti, hirsi, sykurreyr, sykurrófur, kartöflur, sojabaunir, jarðhnetur, baðmull, smjörkál, tóbak, hampur, te, bananar, ananas, olíufræ, tágaplöntur o.fl. Þar að auki rækta kínverjar silkiorminn.
Jarðefni: Steinkol, jarðolía, jarðgas, járngrýti, báxít, volfram, molybden (efni, sem notað er til einangrunar, m.a. í bílkertum; lotunúmer 42), kopar, blý, sink, tin, kvikasilfur, asbest, fosfat o.fl.
Iðnaður: Járn- og stálvinnsla, vélar, farartæki, elektrónísk tæki, olíuhreinsun, olíuvörur o.fl.
Innflutningur: Vélar, verksmiðjur, hrágúmmí, járn og stál, matvæli o.fl.
Útflutningur: Járngrýti, jarðolía, vefnaðarvörur, landbúnaðarafurðir o.fl.
Brúttóþjóðarframleiðsla: 315 milljarðar US$ (1987; 22 billjónir ikr.).
HÁTÍÐAALMANAK
Hátíðaalmanak kínverja er hið stytzta í Asíu. Margir eru því fegnir og álíta það lausn frá gamaldags venjum og hjátrú en aðrir sakna litríkra og gleðilegra hátíða. Vorhátíðin er haldin samkvæmt hinu hefðbundna tunglalmanaki og færist því stöðugt til í tíma. Aðrar hátíðir eru haldnar á sömu dögum á hverju ári.
Hátíðisdagar
1. janúar (nýársdagur), Vorhátíð (janúar/febrúar; þriggja daga fjölskyldu hátíð), 1. maí (dagur verkalýðsins), 1. oktober (þjóðhátíðardagur; stofnunar Kínverska alþýðulýðveldisins 1949 minnst). Fleiri kínverskra hátíða er getið í köflunum um Hongkong og Taiwan.

Copyright ©FH2000

Peking (Embassy of Iceland)
Skrifstofa: Landmark Tower 1 #802, 8 North Dongsanhuan Road, 100004 Beijing
Afgreiðslutími: 09:00-17:00 (Mon-Fri)
Sími: (10) 65 90 77 95 / 96
Telefax: (10) 65 90 78 01
Símnefni: Isambassade
Netfang: icemb.beijing@utn.stjr.is
Vefsíða
Tungumál: Íslenska, Kínverska, Japanska, Enska, Franska, Danska

Sendiherra: Ólafur Egilsson (1998)
Sendiráðunautur: Auður Edda Jökulsdóttir (2000)
Viðskiptafulltrúi: Pétur Yang Li
Aðstoðarsendiráðsfulltrúi: Guðrún Margrét Þrastardóttir (1999)
Ritari: Zhang Lin
Aðstoðarmaður: Yan Xuesong
Nákvæmar og nýjar upplýsingar

Fólksfjöldi (síðustu matstölur):
1.227.740.000 (fjölmennasta ríki heims)
Flatarmál:
9.572.900 km3 (Þriðja víðáttumesta ríki heims)
Höfuðborg:
Pekíng (Beijing)
Stjórnarfyrirkomulag:
Eins flokks alþýðulýðveldi mmeð einu löggjafarþingi (National People's Congress [2,978])
Þjóðhöfðingi: Forseti
Opinber trúarbrögð:
Engin
Opinbert tungumál: Mandarin Kínverska
Sjálfstætt ríki:
1523 f.kr.
Þjóðhátíðardagur: 28. maí
Þjóðsöngur:
Yiyongjun Jinxingqu (“Ganga sjálfboðaliðanna”)
Gjaldmiðill:
Renminbi (yuan)
Þjóðfáni Kína: