Hefur einhver farið til St John´s?? Ég fór með fjöldskyldunni þann 22 nóv-26 Nóv. Ég ætla aðeins að lýsa ferðinni!
Við leggjum á stað í flugvélinni og flugið tók bara um 3 tíma!
Við lendum í St John´s þar sem tekið er MJÖG vel á móti okkur!
Spilað á fiðlur og gefið kökur sem stóð á “Velkomnir Íslendingar”
Svo förum við á hótelið sem ég ger **** af ****!!
Mjög kurteist starfsfólk þar og heilsaði manni alltaf ef maður labbar framhjá því!
Svo förum við að keyra um og skoða og er í mjög mörgun búðum “Velkomnir Íslendingar”!
Ástæðan fyrir því að það sé “Velkomnir Íslendingar” er að St John´s græðir mikið á Íslendingum!
En við förum í Avalon Mall og er ég mjög ánægður með þjónustu þar! Það voru líka einhverjar útsölur í sumum búðum!
Svo förum við aftur á hótelið og er þar stórt sjónvarp þar sem þú gast horft á nýjar bíómyndir og farið í Playstation 1.
Svo verslum við meira og vorum komin með nógu mikið af dóti!
Svo förum við ánægð heim og mig langar mikið að fara aftur þangað!
Ég gef þessari ferð **** af ****!!
Mjög gaman þarna…
Mæli með þessari ferð með Vestfjarðarleiðum.
Hafið þið farið þangað??
ef svo er hvernig var??