Ég elska að ferðast, það er svo ótrúlega margt þarna úti sem maður hefur ekki séð. Málið er það að ég get ekki hugsað mér að búa hér á íslandi það sem eftir er. Það er svo mikil sóun á lífinu að hanga bara hér á þessum litla klaka.
Mig langar að fara til afríku og komast sem næst ljónum og fílum og ég get.
Mig langar að fara til egyptalands og fara í pýramídana og rekast óvart á leynigöng í þeim þar sem hundruðir múmía liggja í grafreit.
Mig langar að fara á fallegustu eyðieyju sem til er eins og í “the beach”
Mig langar að sjá alla flottust kastalana í evrópu, sem eru með milljón herbergjum, dularfullum turnum og ógeðslega creepy dýflissum.
Fara upp á hæðsta tindinn og niður í dýpstu hafdjúpin.
Skoða Grand canyon, Sahara eyðimörkina og svo ótrúlega markt fleira.
Það er enginn tilgangur með að lifa lífinu venjulega þegar hægt er að gera allt þetta og í staðinn fyrir að sitja og dreyma um þetta þá á maður bara að skella sér í þetta. Ekki hugsa “ég á ekki peninga” hugsaðu frekar hvernig þú getur komist yfir peninga, ef þú ert nógu ákveðin/n þá er minnsta málið að láta þetta rætast. Tekur bara þolinmæði.