Báðir símarnir eru einfaldir og góðir.
T66 er ofurlítill, hann er á stærð við tvo Wrigley's Spearmint tyggjópakka sem eru laggðir saman, með mjórri hliðarnar saman. T66 síminn tekur á móti Nokia hringitónum af vit.is.
R600 er nokkuð stærri, og það sem hann hefur umfram T66 er GPRS. WAP yfir GPRS er töluvert annað en það sem boðist hefur áður. R600 hefur líka leik sem heitir Path, en hann byggist upp á því að koma línu á milli talna í borði. Hljómar kannski ekki mjög spennandi, en er furðu ávanabindandi.
Hvorugur síminn er tengjanlegur við tölvu og eini aukabúnaðurinn sem er hægt að tengja við þá er venjulegur handfrjáls búnaður og hleðslutæki.
Ef þú ert að leita að síma sem er lítill og nettur og þarft aðeins að hringja og senda SMS er T66 málið. Rafhlaðan endist daginn, en það er ekki bæði hægt að fá örlítinn síma og gífurlega rafhlöðu.
Ef þú vilt síma sem kostar ekki mikið, virkar vel fyrir þetta venjulega dót en hefur samt auka kosti eins og WAP yfir GPRS er R600 málið. Jafnvel þótt WAPpið skipti þig engu máli er R600 stórfínn kostur.