Komið þið sæl.

Ég er búinn að vera að skoða verðskrár hjá símafyrirtækjunum og verð að segja að ég er ekki sérstaklega sáttur við gjaldskránna hjá símanum, þeir eru kannski ekki mikið dýrari en hin símafyrirtækin en það að þeir hafi sama taxta á kvöldin og næturna er bara rugl að mínu mati. Síðan eru þeir með fáránlega háan taxta út úr kerfi, 23,9 á mínutuna. Ég er fyrir mitt leyti mun sáttari einhvern veginn við íslandssíma, þeir eru kannski með hærri taxta á daginn en það er einfaldlega tími sem flestir eru ekki að hringja mjög mikið á. Ég var allaveganna að hringja mest um kvöld og helgar þegar að ég var með síma. Einnig tel ég að íslandssími bjóði upp á mun ódýrari lausnir en LS en gallinn er bara sá að ég held að það skiptir enginn yfir til íslandssíma vegna þess að flestir eru hjá LS og þess vegna er mun dýrara að þurfa alltaf að vera hringja yfir í annað kerfi, þetta veit síminn og er því ekkert að bjóða upp á lág gjöld, því segi ég BRÆÐUR OG SYSTUR SAMEINUMST; VELTUM KÚGARANUM