Ég á 3210 sem er um 1 og 1/2 árs gamall. Hann hefur svo
sem reynst mér agætlega, enda hægt að gera allt sem þarf á
honum, þ.e.a.s. Talað í símann, skrifað sms, notað vasareikni
og klukku. Að mínu mati þarf nú varla fullkomnari síma en
það, þó það sé nú óneytanlega gaman að eiga góðan og
flottan síma.

En nú er það svo að síminjn er sennilega orðinn hálf úreltur.
Varla neinn á svona síma lengur. Allavegnanna er hann
bilaður núna, eitthvað er að hleðslunni í honum. Það er ekki
batteríið, ég var að kaupa nýtt, eftir að hann bilaði og það
hleður sig ekki. þar tapaði í 3.990 eða eitthvað álíka.
Endalaust hvað allir varahlutir í síma kosta. Bað ég þá pabba
um að fara með hann í viðgerð og hann gerði það, é
endanum, enda yfirleitt ekki fljótur ril að kippa svona hlutum í
lag. Hann segir að kallinn sem hann talaði við hafi sagt að
það kosti 8.000kr að gera við hann. ég efast um að svona
sími kosti yfirleitt svona mikið í dag. En pabbi vill ekki kaupa
nýjann, því að hann verður í fínu lagi eftir viðgerðina.

Þannig að ´ðeg verð víst að eiga þennan síma aðeins lengur.
Ekki það að hann sé ekki nógu fullkominn eða flottur, heldur
bara það að ef að hann er búnn að bila einu sinni, þá er eins
líklegt að hann bili aftur.

ring ring


Inga Auðbjörg