Ja, thad er hægt, en thad er ekkert hlaupid ad thvi ad finna thetta.
Her er ein leidin, en siminn er a islensku hja mer: Ferd i menu, stillingar, eigin stillingar, snið, almennt (eda thad snid sem thu vilt breyta sms toninum á), serstillingar, skilaboðatónn.
Ah, það er líka hægt! Meira að segja nokkuð auðvelt. Ég hef bara mislesið þetta svona hryllilega hjá þér. :P
Farðu í tónlistarspilarann á símanum, finndu tóninn þar og veldu hann. Ferð svo í “Valkostir” -> “Nota tón” -> “Setja við tengilið” og hakar svo við þann tengilið sem þú vilt að hafi þennan tiltekna tón. Getur líka hakað við fleiri í einu ef það eru kannski fimm tengiliðir sem eiga að hafa sama tóninn.
Bætt við 2. ágúst 2011 - 13:43 Nei, bíddu, SMS!!! ohhhh, ég er algjör lúði haha! Þetta hér að ofan er bara fyrir hringitóna. :/
Svo ég svari nú sjálfum mér, þá held ég að eina leiðin til þess að láta einn tengilið hafa öðruvísi SMS hringingu sé að búa til hóp/group fyrir þennan eina tengilið í símaskránni og velja svo að “allir” (þessi eini tengiliður) í þessum hópi hafi þá SMS hringingu.
Ég fann svo forrit sem gerir þetta fyrir þig sem heitir SymSMS og er ókeypis á Ovi í símanum þínum. Ég hef reyndar ekki prófað það sjálfur og það er ekki að fá mjög góða einkunn á Ovi, en það gæti verið út af því að það virkar fyrir suma síma en ekki aðra. Kostar þig alla vega ekkert að prófa. ;)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..