ég var að fá þennann síma og hann er mjög flottur og allt svoleiðis nema að það er eitt mjög heimskulegt vandamál sem ég er að glíma við.
alltaf þegar einhver hringir í mig, hringir símhringingin örfáar sekúndur áður en síminn slekkur á henni. get ég valið að slökkva og kveikja á meðan síminn hringir til að kveikja á henni aftur en er það eiginlega að missa marks þar sem ég þarf að heyra í honum til að svara í hann.
eftir miklar athuganir og tilraunir á þessu máli þá er ég búin að komast að því að eftir fyrstu um það bil 4-6 sekúndurnar fer hann á silent og klárar lagið og þegar hann byrjar á laginu aftur þá byjar hann að hringja aftur og núna alla hringinguna í fullum styrk eins og ekkert hafið gerst, er þetta eitthvað stillingar atriði sem ég er bara of vitlaus til að fatta eða er ég dæmd til að vera með 4-6 sek hringingu svo ég missi ekki af símtölunum mínum
endilega ef einhver veit eitthvað um þetta mál og hvort aðrir LG BL40 notendur hafa lent í einhverju svipuðu.