Hæ´hæ.

Ég er að spá í að kaupa mér snjallsíma í útlöndum (Danmörk) og ég bara veit ekkert hvernig síma ég ætti að fá mér. Er einhver sími bestur eða eru þeir allir jafngóðir en bara með misjafna eiginleika/möguleika.

ætti ég að fá mér Nexus one, Iphone, Droid eða eitthvað annað?

Veit ekkert hvað ég á að velja þannig að allar upplýsingar eru vel þegnar. Ég hef heldur ekki ákveðið hvað ég ætla að gera og gera ekki með símanum ef það skiptir miklu máli. Þ.e. ef að eiginleikarnir eru mjög mismunandi. Það eina sem ég get sagt er að síminn þarf að vera hraður og þægilegur með góða internet möguleika og svoleiðis.

Já, ætlaði líka að spyrja hvernig það er með þessa síma hvort þeir séu læstir/ólæstir og hvernig það virkar hérna á klakanum. Er btw í Vodafone ef það skiptir einhverjum máli.


Kv. Zeratul.