Ég hef verið að spá í því nýlega hvort ég eigi að selja N95 8GB-inn minn, hef verið í fjárhagserfiðleikum í kreppunni svo það kæmi sér vel að fá smá auka pening.
Var bara að spá í því hvað fólk er að borga fyrir svona grip. Síminn er keyptur í lok janúar í fyrra, en er ennþá í fullkomnu standi, batteríið er ennþá mjög gott og allir takkar virka fullkomlega, skjárinn er skýr og fínn.
Kaupandi myndi svo væntanlega bara formatta allt draslið svo hugbúnaðurinn yrði eins og nýr líka. Er líka alveg tilbúinn að láta votta ástandið hjá verkstæði ef fólki finnst það þægilegra.
Endilega bara bjóða eða jafnvel bara koma með hugmynd um hvað þið haldið að hann sé að fara á þó þið hafið engan áhuga sjálf :)