Hefur einhver hérna lent í því að Nova síminn fer bara aaallt í einu að restarta sér? Slekkur á sér og kveikir á sér aftur. Eða að allt í einu hverfi veggfóðrið og hið upprunalega kemur, og þegar síminn er í þeim ham þá eru allt í einu engar myndir and so on. Það endist reyndar bara í smástund, en þetta er ALLTAF að gerast og það er pirrandi.
Svo þarf ég að hlaða símann á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa, hafa hann í hleðslu s.s. yfir nótt. Sem er eitthvað allt annað en gaurinn sagði við mig sem seldi mér símann. :D
Var að pæla hvort ég ætti að fara og fá nýjan síma eða bara láta laga? Væri reyndar feitt til í nýjan síma því þessi sem ég er með núna er þvílíkt rispaður og svona. Langaði samt að vita hvað aðrir segðu áður en ég færi og talaði við einhvern um þetta.