Já símar sem þú kaupir í útlöndum virka hér á landi, en samt þarftu að passa þig á því hvað þú ert að kaupa.
Það er mjög algengt erlendis að símtæki séu læst á ákveðið símkerfi og oftast eru þessi “ódýrari” verð á símunum erlendis einmitt slíkir símar.
svo tvöfaldast og jafnvel þrefaldast verðið ef þú ætlar að fá ólæstan síma.
Svo þarf einnig að passa uppá að þetta séu símar sem virka í GSM kerfinu hérna á íslandi.
Flest allir GSM símar virka hér á landi, þar sem flestir eru núna framleiddir og seldir sem tri- eða quadband.
Svo eru sumstaðar hægt að fá farsíma sem eru ekki GSM, þeir notast ekki við SIM-kort eins og hér og þá virka þeir ekki með farsíma áskriftum hér á Íslandi.