Þannig er mál með vexti að ég bý í Svíþjóð og er að fara til Íslands núna á föstudaginn, fer fyrst til Danmerkur á morgun.

Og síminn minn, Sony Ericsson K800i er læstur hjá símafyrirtækinu Telia.

Ég fór niður í Telia í dag og bað þá um að opna símann fyrir mig, sem karlhelvítið sagðist hafa gert, sagði meira að segja að hann myndi bjóða upp á það í staðin fyrir að láta mig borga 300 SEK fyrir þetta.

En síðan þegar ég var kominn heim þá var ég ekkert að pæla í þessu strax en núna áðan fór ég að leita að íslenska kortinu mínu og þegar ég fann það loksins og reyndi að prófa það þá virkaði það ekki í símanum vegna þess að helvítis síminn er ennþá læstur.

En er eitthver með kóðann til að opna Sony Ericsson K800i sem er læstur hjá Telia? Eða er e-r hérna sem getur reddað mér kóðanum?

Með fyrirfram þökkum
-Nesi#13