Sælir hugarar!
Ég á hér fjögurra ára gamlan Nokia 5140 síma. Þessi sími hefur reynst sem ágætis símtæki í fjögur ár, og í sjálfu sér er alveg í lagi með hann, en ég er einfaldlega ekki hrifinn af stýrikerfinu í honum og einnig finnst mér vanta alls kyns þægilega hluti í hann; síðan er skjárinn mjög leiðinlegur og SMSkerfið ekkert sérlega skemmtilegt heldur.
Mitt næsta símtæki verður af „3rd Generation” línunni.
Hvað er fólk að mæla með undir 35000 kallinum? Ég er opinn fyrir bæði Sony Ericsson og Nokia hugmyndum; hef að vísu notað Nokia í sex ár en ég er orðinn frekar hrifinn af Sony símunum…
Með von um skjót og góð svör,
Bætt við 3. júní 2008 - 02:26
Gleymdi að bæta því við að ég vil helst komast hjá því að kaupa síma með Walkman spilara vegna þess mér finnst það aðeins vera peningasóun (hlusta ekki á tónlist „on the fly”).