Fyrsti síminn minn var Panasonic G600.
Síðan vann ég hjá Landssímanum eitt sumar við að selja GSM síma, og fékk að prófa allar tegundirnar sem þeir selja (Sagem, Ericsson, Motorola, Nokia) og keypti mér í lok sumars Ericsson T28 af því að mér fannst hann lang bestur af símum Landssímans. En ég komst að því fljótlega að Panasonic eru betri símar og keypti mér Panasonic 92. Er mjög ánægður með hann og gæti ekki hugsað mér að eiga annan síma.