Ok, ég fór í dag og keypti mér nokia 5510. Þessi með mp3, 64mb minninu. Allt í fína með það. Síminn leit vel út og mér leist ágætlega á allt (soldið furðulegt útlit þó).

En svo var komið að því að færa tónlistina frá tölvunni yfir í símann. Þá varð þetta örlítið flókið mál. Audio managerinn sem fylgir með, sem er forritið sem þú þarft til þess að þjappa tónlistinni, færa hana yfir á propper format og senda í símann gengur ekki með Windows XP og mun eflaust aldrei gera það.

Ég er með Win XP og ég þarf núna annaðhvort að sleppa því að nota mp3 í símanum eða taka út Win XP og setja inn Windows 2000 eða millenium.

Nokia mun eflaust ekki koma með nýja útgáfu af forritinu þannig að þeir sem ætla sér að kaupa þennan síma þurfa að gera sér grein fyrir því að Windows XP er ekki eitthvað sem þeir geta leyft sér í framtíðinni.

Og utan á kassanum stóð ekkert um hvaða Windows kerfi maður þyrfti.